Það kom upp villa senda inn  Áfangi

  Áfangi Nánari upplýsingar


  Búið til: 1400673366.69

  Almenn efnafræði - fyrsti áfangi
  EFNA2AE05
  31
  efnafræði
  almenn efnafræði
  Samþykkt af skóla
  2
  5
  Í þessum fyrsta áfanga í efnafræði fyrir nemendur á náttúruvísindabraut verður farið í grunnatriði almennrar efnafræði. Frumefni, atóm, jónir og sameindir, lotukerfið, rafeindaskipan og efnatengi, nafnakerfi ólífrænna efna, efnahvörf og efnajöfnur, mólhugtakið, lausnir, gas og magnútreikninga.
  Gert er ráð fyrir að nemendur hafi náð góðum tökum á meðferð talna, SI einingakerfinu og markverðum stöfum. Einnig að þeir þekki lotukerfið, efnatákn og uppbyggingu atóma úr námsefni grunnskólans.
  Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
  • uppbyggingu atóma, jóna og sameinda
  • efnatáknum og lotukerfinu
  • rafeindaskipan og efnatengjum
  • nafngiftarreglum ólífrænna efna
  • efnajöfnum og efanhvörfum
  • mólhugtakinu
  • mólstyrk efna í vatnslausn
  • gaslögmálinu og hagnýtingu þess
  • magnútreikningum í tengslum við efnahvörf
  Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
  • nota lotukerfi til að finna upplýsingar um uppbyggingu atóma og jóna og massa þeirra
  • flokka efni sem efnablöndu eða hreint efni (frumefni, sameindaefni eða jónefni) og greina efnatengi í jónatengi og samgild tengi
  • gefa efnum nafn út frá efnaformúlu þeirra og öfugt
  • spá fyrir um myndefni einfaldra sýru-basa hvarfa, útfellingahvarfa og oxunar-afoxunar efnahvarfa
  • setja upp efnajöfnu og stilla hana
  • beita hlutfallareikningi í tengslum við magnútreikninga í efnahvörfum
  • reikna út mólstyrk efna í vatnslausnum
  • nota gasjöfnuna við útreikninga t.d. á mólafjölda, þrýstingi, rúmmáli og hita, bæði eina sér og í tengslum við stillta efnajöfnu.
  • framkvæma verklegar æfingar, vinna úr niðurstöðum og skrifa skýrslur
  Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
  • takast á við frekar nám í efnafræði og öðrum raungreinum
  • meta hvort niðurstöður mælinga og útreikninga séu raunhæfar
  • gera sér grein fyrir samspili efnafræði, stærðfræði og annarra náttúrufræðigreina
  • tengja efnafræðina við umhverfi sitt og sjá notagildi hennar
  • skiptast á skoðunum við aðra um mælingar og niðurstöður og ræða og útskýra hugmyndir
  • viðhafa nákvæmni og skipuleg vinnubrögð við mælingar og tilraunavinnu sem og við gagnaúrvinnslu og skýrslugerð
  • sýna sjálfstæði í vinnubrögðum og bera ábyrgð á eigin námsframvindu.
  Námsmat byggist á skriflegum og verklegum æfingum með áherslu á leiðsagnarmat.