Í þessum fyrsta áfanga í eðlisfræði fyrir nemendur á náttúruvísindabraut verður farið í grunnatriði aflfræði og ljósgeislafræði. Efnisatriðin eru hreyfing í einni vídd, kraftar, vinna, orka, skriðþungi, þrýstingur og ljósgeislar.
Gert er ráð fyrir að nemendur hafi náð góðum tökum á meðferð talna, SI einingakerfinu og markverðum stöfum. Einnig að þeir þekki vel eðlisfræðileg hugtök úr námsefni grunnskólans s.s. massa, þyngd og rúmmál.
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
SI-einingakerfinum og afleiddum stærðum þess við lausn verkefna
Skilgreiningu a massa og þyngd
Hreyfingu hlutar í einni vídd
Fyrsta, öðru og þriðja lögmáli newtons
Helstu orkuformum og breytingu eins orkuforms í annað
Lögmálinu um varðveislu orkunnar
Skriðþunga og lögmálinu um varðveislu hans
Þrýstingi og lögmáli Arkimedesar um uppdrif
Ljósgeislum, hegðun þeirra í mismunandi efnum og linsum
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
Nota markverða tölustafi með viðeigandi einingum í útreikningum og umrita jöfnur
Nota 1., 2. og 3. lögmál Newtons við úrlausn verkefna
Sundirliða krafta og reikna krafta sem verka á hluti á hreyfingu
Leysa verkefni um varðveislu orkunnar m.a. um breytingu stöðuorku í hreyfiorku og hreyfiorku í varma
Beita lögmálinu um varðveislu skriðþungans
Reikna dæmi um þrýsting í lofti og vökva
Nota lögmál Arkimedesar til að reikna út uppdrif hluta
Teikna skýringarmyndir af geislagangi ljósgeisla og beita lögmáli Snells og linsujöfnunni
Útbúa og framkvæna verklegar æfingar af nákvæmni og meta niðurstöður mælinga
Vinna skýrslur úr verklegum æfingum og setja fram niðurstöður á skýran hátt
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
Meta hvort niðurstöður mælinga og útreikninga séu raunhæfar
Draga ályktanir út frá niðurstöðum verklegra æfinga og miðla þeim til annarra
Tengja eðlisfræði við raunveruleg viðfangsefni og gera sér grein fyrir notagildi hennar
Skýra fyrir öðrum og ræða um þau eðlisfræðilegu fyrirbæri sem hann hefur kynnst
Beita gagnrýninni og skapandi hugsun við lausn verkefna úr námsefninu
Sýna sjálfstæði í vinnubrögðum og bera ábyrgð á eigin námsframvindu.
Námsmat byggist á skriflegum og verklegum æfingum með áherslu á leiðsagnarmat.