Það kom upp villa senda inn  Áfangi

  Áfangi Nánari upplýsingar


  Búið til: 1400779066.75

  Sígild tónlist í hinum vestræna heimi
  SKTL3ST05
  2
  Skapandi tónlist
  Sígild tónlist í hinum vestræna heimi
  Samþykkt af skóla
  3
  5
  Áfanginn miðar að því að gefa nemendum yfirlit yfir mismunandi stíla og stefnur klassískar tónlistar og miðar að því að opna augu nemenda fyrir tengingu hennar við nútímann. Áhersla er lögð á að nemendur kynni sér mismunandi stíla klassískrar tónlistar frá miðöld til dagsins í dag og helstu tónskáld hennar ásamt helstu verkum þeirra.
  5 einingar í skapandi tónlist á 3. þrepi, tónheyrn og tónfræði á 2. þrepi
  Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
  • sögulegri þróun klassískrar tónlistar
  • sögulegri tengingu við söng og hljóðfæraleik í klassískri tónlist
  • mismunandi stílum í klassískri tónlist
  • algengustu hljóðfærum og flutningsmáta klassískrar tónlistar
  • blöndun mismunandi tónlistastíla
  • mismunandi form sönglaga og tónverka
  • notkun og samsetnigu hljóðfæra við flutningi á tónverkum
  • mismunandi nálgun höfunda við sköpun klassískrar tónlistar
  • samfélagslegu hlutverki klassískrar tónlistar í gegnum aldirnar
  Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
  • beita skapandi hugsun
  • þekkja helstu tónskáld og tónverk þeirra
  • geta tjáð sig um ólíkar tegundir klassískrar tónlistar, setja fram hugmyndir og bregðast við viðmælendum
  Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
  • þróa með sér aga, metnað, ábyrgð og jákvæðni í vinnubrögðum ...sem er metið með... umræðum, skriflegum og verklegum æfingum
  • geta greint og tjáð sig um mismunandi stíla klassískrar tónlistar og geti sett fram hugmyndir sínar ...sem er metið með... umræðum, skriflegum og verklegum æfingum
  • taka virkan þátt í umræðu um efnið, setja fram skoðun sína af þekkingu, víðsýni og umburðarlyndi ...sem er metið með... umræðum, skriflegum og verklegum æfingum
  Í áfanganum er viðhaft leiðsagnarmat með símati alla önnina. Öll verkefni gilda til einkunnar og þess vegna er það mikilvægt að nemendur stundi námið reglulega.