Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1401189503.99

    Barnabókmenntir
    ÍSLE3BB05
    88
    íslenska
    barnabókmenntir
    Samþykkt af skóla
    3
    5
    Í áfanganum kynnast nemendur sögu og þróun íslenkra barna - og unglingabókmennta og fræðast um mál og menningarheim barna. Jafnframt lesa nemendur yfirlitsgreinar um málþroska, máltöku og ritun barna og fá yfirlit yfir íslenskar rannsóknir um þessi efni.
    Að nemandi hafi lokið 15 fein.
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • geti nýtt sér helstu bókmenntafræðileg hugtök sem tengjast barna - og unglingabókum
    • helstu stigum máltöku barna
    • flokkun barna- og unglingabóka og geri sér grein fyrir ólíku efni þeirra, eðli og tilgangi
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • skrifa heimildaritgerðir og styttri texta um barnaefni
    • kynna verkefni sín munnlega og skriflega
    • átta sig á hvað einkennir góðar barna- og unglingabækur
    • nýta sér fræðileg vinnubrögð við úrvinnslu efnis
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • velja á gagnrýninn hátt lesefni handa börnum og unglingum
    • meta með gagnrýnum huga barnaefni af ýmsu tagi
    • semja efni sem ætlað er börnum
    Námsmat er fólgið í leiðsagnarmati þar sem vinna nemenda er metin jafnóðum allan námstímann. Nemendur vinna fjölbreytt verkefni, skrifa heimildaritgerð, flytja fyrirlestur og leysa ýmsar kannanir og/eða próf.