Í áfanganum kynnast nemendur íslenskum skáldsögum og smásögum. Þeir fá einnig þjálfun í greiningu þeirra og lesa jafnframt ýmsar fræðigreinar um bókmenntir. Nemendur gera einnig grein fyrir lestrarreynslu sinni munnlega og skriflega.
Nemandi hafi lokið 15 fein.
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
þróunarsögu íslenskra skáldsagna og smásagna
helstu bókmenntafræðilegum hugtökum sem tengjast skáldsögum og smásögum
vinnubrögðum sem viðhöfð eru í rannsóknarritgerðum
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
fjalla af skilningi og þekkingu um íslenskar skáldsögur og smásögur
vinna einn og/eða í hópi undir leiðsögn kennara að kynningum sem fela í sér greiningu texta og upplýsingaöflun
nýta tölvutækni til að ganga frá textum til verkefnaskila
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
greina, meta og tjá sig um bókmenntaverk af þekkingu, víðsýni, ábyrgð og virðingu
njóta þess að lesa bókmenntaverk
vinna verkefni af nákvæmni og með því að beita sjálfstæðum vinnubrögðum
Námsmat er byggt á leiðsagnarmati þar sem vinna nemandans er metin jafnóðum allan námstímann. Nemendur vinna fjölbreytt verkefni, skrifa heimildaritgerð, flytja fyrirlestra og leysa ýmsar kannanir og/eða próf.