Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1401203533.19

    Verkefnalíffræði
    LÍFF3VE05
    27
    líffræði
    verkefnalíffræði
    Samþykkt af skóla
    3
    5
    Í þessum valáfanga í líffræði fyrir náttúruvísindabraut nýtir nemandinn þá þekkingu og færni sem hann hefur aflað sér í fyrri líffræðiáföngum og öðrum námsgreinum við vinnu að fjölþættum úrlausnarefnum og verkefnum. Meginmarkmið áfangans er að nemandinn geti einn eða í teymi, aflað sér viðhlítandi þekkingar úr viðurkenndum heimildum og með eigin rannsóknum. Að nemandinn geti mótað eigin afstöðu studda rökum leiddum af þekkingaröfluninni sem áfanga til sköpunar nýrra hugmynda, við úrlausn flóknari verkefna eða til að afla nýrrar þekkingar.
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • Mörgum og sérhæfðum sviðum líffræðinnar allt eftir áhugamálum nemandans hverju sinni og því sem umhverfið hefur upp á að bjóða
    • mismunandi umfjöllun um líffræðileg efni, svo sem við kynningar á starfsemi fyrirtækja og stofnana (vettvangsheimsóknir), sem og munnlegar heimildir, úr kennslubókum, fjölmiðlum, fræðiritum og á netinu
    • undirbúningi og skipulagi rannsóknar frá tímaáætlun til kynningar á niðurstöðum
    • mikilvægi rökstuddrar afstöðu sem byggir á viðurkenndum heimildum og athugunum
    • hvað felst í miðlun upplýsinga, í töluðu máli og rituðu
    • þýðingu úr erlendum fræðiritum um þrengri svið líffræðinnar
    • mikilvægi rannsókna á sviði náttúruvísinda
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • gera raunhæfar áætlanir um rannsóknaraðferðir, einn eða í teymi
    • framkvæma rannsóknaráætlun
    • setja fram niðurstöður og vinna úr þeim
    • draga ályktanir studdar rökum frá heimildum og rannsóknarniðurstöðum
    • færa munnleg rök fyrir máli sínu
    • miðla upplýsingum til annarra, munnlega og skriflega
    • fjalla um mismunandi líffræðileg efni með viðeigandi heimildum
    • gagnrýni (rýni til gagns)
    • nýta sér rannsóknartæki og hugbúnað í tengslum við líffræðinám og rannsóknir ásamt upplýsinga- og samskiptatækni
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • auka skilning sinn á líffræðilegum viðfangsefnum og samtengingu þeirra við aðrar fræðigreinar
    • að greina uppruna upplýsinga og gagnrýna þær með tilliti til áreiðanleika heimildanna
    • undirbúa og framkvæma rannsókn samkvæmt hinni vísindalegu aðferð
    • geta tekið rökstudda afstöðu til dægurmála er tengjast sem flestum sviðum líffræðinnar
    • tengja undirstöðuþekkingu í líffræði við daglegt líf, samfélags- og umhverfislega þætti og sjá notagildi hennar
    • að viðhafa gagnrýna hugsun
    • að dreifa fróðleik (þekkingu) sem aflað er af heiðarleika og með vísindalegum aðferðum
    • verða frumkvöðull eftir eigin visku og hugviti
    Námsmat í áföngum Menntaskólans á Ísafirði er í höndum kennara viðkomandi áfanga en fyrirkomulag námsmatsins þarf að rúmast innan þess ramma sem kemur fram í handbók skólans. Vikuleg verkefni verða unnin þar sem nemendur vinna sjálfstætt og í hópum, m.a. að öflun og miðlun þekkingar á greinargóðan hátt. Lokaverkefni á seinni hluta annar, felur í sér eigin hugmynd nemanda að rannsóknarverkefni (einstaklingsverkefni), skipulag og framkvæmd rannsóknar samkvæmt hinni vísindalegu aðferð og kynning niðurstaða og ályktana með veggspjaldi og/eða fyrirlestri. Nemendur vinna ferilritun og skila ferilmöppu. Meðaltal einkunna fyrir vikuleg verkefni, lokaverkefnið og ferilmappa (ásamt mætingum) gildir hvert um sig 33% til lokaeinkunnar.