Meginmarkmið áfangans er að auka grundvallarfærni nemenda í tungumálinu og lögð sérstök áhersla á munnlega tjáningu og að nemendur tileinki sér hagnýtan orðaforða til daglegra samskipta. Einnig er mikil áhersla lögð á námstækni og að nemendur tileinki sér að notast við orðabækur og önnur hjálpargögn, sér í lagi stafræn.
Námsefni verður útbúið með það í huga að það styrki nemendur og hvetji til sjálfstæðra vinnubragða, en sérstök áhersla lögð á skapandi verkefni ýmiskonar.
Engar
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
algengum orðum og orðasamböndum í töluðu og rituðu máli
réttri stafsetningu algengra orða sem koma fyrir í námsefni
hagnýtri notkun hinna ýmsu stafrænu hjálpartækja sem í boði eru
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
vinna með orðaforða í tengslum við hlustunarefni
taka þátt í samskiptum í kennslustofu
tjá sig um afmarkað efni í viðfangsefnum sem unnið er með, t.d. í endursögnum eða eigin frásögnum
beita viðeigandi hjálpargögnum við úrvinnslu ýmiskonar verkefna
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
skilja aðalatriði í daglegu máli, svo sem samræður og fjölmiðlaefni, hvort sem hann þekkir umræðuefnið eða ekki
Skrifað og/eða tjáð sig um sérvalið efni frá eigin brjósti þar sem hugmyndaflug getur fengið að njóta sín
miðla eigin þekkingu, skoðunum og tilfinningum sem og persónulegri reynslu, vonum og væntingum
hagnýta þann orðaforða sem áfanginn byggir á í ræðu og riti
Í áfanganum er viðhaft leiðsagnarmat með símati alla önnina. Öll verkefni gilda til einkunnar og þess vegna er það mikilvægt að nemendur stundi námið reglulega.