Það kom upp villa senda inn  Áfangi

  Áfangi Nánari upplýsingar


  Búið til: 1401755910.0

  Inngangur að listum á starfsbraut
  INNL1IS05
  1
  inngangur að listum
  Inngangur að listum á starfsbraut
  Samþykkt af skóla
  1
  5
  Inngangur að listum með megináherslu á myndlist og listljósmyndun þar sem nemendur skoða eigin reynslu af listgreinunum og auka þekkingu sína á því hvað þær ganga út á. Nemendur skoða einnig tengsl tónlistar við hinar greinarnar og prufa að skapa út frá tónlist að eigin vali. Listamenn þessara listgreina eru skoðaðir og nemendur spreyta sig á sköpun eftir því sem við á. Áfanginn miðar einnig að því að opna fyrir sköpunarkraft nemenda og gera þá óhrædda við að prófa, framkvæma og þróa hugmyndir sínar án þess að hræðast útkomuna. Áhersla er lögð á að nemendur auki orðaforða sinn á sviði menningar og lista og geti tjáð skoðanir sínar og rökstutt.
  Engar
  Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
  • grunnþáttum listgreina
  • orðaforða til að geta tjáð sig um list, listamenn og listviðburði
  • sjálfstæðum vinnubrögðum og hugsun út frá hugmynd (konsept)
  • vinnuumhverfi,vinnutækjum og áhöldum viðkomandi listgreinar
  • hugmynd (konsept) eða tilgangi listaverka
  • að setja listir í menningarlegt og sögulegt
  • mismunandi nálgun listamanna við listsköpun
  • að miðla listsköpun með því að tjá sig um hana og sýna
  • að þróa með sér aga, metnað, ábyrgð og jákvæðni í vinnubrögðum
  • að meta eigið vinnuframlag
  Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
  • beita skapandi hugsun
  • skoða listaverk og fjalla um megininntak þeirra á skapandi hátt
  • efla skilning sinn á listrænni vinnu, að upplifa, skynja og túlka það sem hann sér, upplifir
  • taka þátt í samræðum um listgreinarnar, færa rök fyrir máli sínu og virða skoðanir annarra
  • beita mismunandi miðlunarleiðum í listsköpun sinni
  • skoða ólíkar hugmyndir listamanna bak við listaverk og ræða um þær á skapandi hátt
  • skoða hvar list er í umhverfinu og fjalla um það
  • leysa úr viðfangsefnum einn eða í samstarfi við aðra
  • skiptast á skoðunum og setja fram hugmyndir sínar og bregðast við viðmælendum
  Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
  • vera skapandi í hugsun
  • tjá skoðanir sínar og tilfinningar um list, listamenn og listviðburði
  • horfa á myndlist eða ljósmyndalist með opnum hug
  • vera meðvitaður um menningarlegt hlutverk listsköpunar
  • vera leitandi og sýni nokkurt sjálfstæði við það að fullvinna hugmyndir undir leiðsögn kennara
  • tjá sig um eigin verk við aðra viðmælendur með almennri ígrundun og samanburði
  • að skapa eign verk byggt á eigin listrænum styrk undir leiðsögn kennara
  • skilgreina eigin verk
  • standa að sýningu/tónleikum þar sem nemandinn miðlar listrænum styrk sínum
  • leysa úr viðfangsefnum einn eða í samstarfi við aðra
  • þróa með sér aga, metnað, ábyrgð og jákvæðni í vinnubrögðum
  • meta eigið vinnuframlag
  Í áfanganum er viðhaft símat alla önnina og lögð er áhersla á vinnusemi, sköpun og áræði. Öll verkefni gilda til einkunnar og þess vegna er það mikilvægt að nemendur stundi námið reglulega.