Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1401962585.76

    Lokaverkefni
    LOKA3VE03
    2
    lokaverkefni
    sjálfstætt verkefni
    Samþykkt af skóla
    3
    3
    Áfanginn er unninn á síðasta námsári. Nemandi velur sér viðfangsefni og skipuleggur í samráði við leiðbeinanda. Hægt er að útfæra verkefnin á ýmsan hátt, s.s. í formi ritgerðar, vefsíðu, heimildamyndar, sýningar, tímaritsgreinar, bókagerðar, portfolio, útvarpsþáttar eða rannsóknarskýrslu. Mikil áhersla er lögð á sjálfstæð og skapandi vinnubrögð. Gert er ráð fyrir að nemandi velji efni tengt sinni braut þótt mögulegt sé að víkja frá þeirri reglu. Afrakstur lokaverkefna er kynntur innan ME ef þess er kostur. Einnig er æskilegt að verkefnin séu gerð sýnileg í nærsamfélaginu. Áfanginn gefur möguleika á þverfaglegu samstarfi. Miðað er við að nemendur vinni lokaáfangann sem einstaklingsverkefni þótt þeir geti óskað eftir að gera það tveir og tveir saman. Hafi nemendur hug á að vinna í fjölmennari hópum þarf að rökstyðja það sérstaklega og lýsa fyrirfram hlutverki og vinnuframlagi hvers og eins.
    Nemandi skal hafa lokið 150 einingum.
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • ákveðnu sviði faggreinar sinnar; uppbyggingu, aðferðum, hugtökum, sérkennum og sögu
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • skipuleggja verkefni með ábyrgum og sjálfstæðum hætti
    • sýna frumkvæði og skapandi nálgun
    • lesa fræðilegan texta og vinna úr honum samkvæmt viðurkenndum reglum um meðferð heimilda
    • beita viðeigandi aðferðum við útfærslu verkefnis
    • tjá sig á skýran, ábyrgan, gagnrýninn og skapandi hátt um eigið verkefni
    • velja viðeigandi miðlunaraðferð og beita henni af öryggi
    • taka þátt í samvinnu þegar við á
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • þróa hugmyndir og sýna sjálfstæði, áræðni og innsæi við útfærslu þeirra og túlkun
    • greina, tjá sig um og meta eigin verkefni og annara af þekkingu, víðsýni og virðingu
    • takast á við ný verkefni og breyta hugmynd í afurð
    • vera meðvitaður um styrkleika sína
    • átta sig á virði verkefnisins og menntunar sinnar fyrir samfélag og atvinnulíf
    • standa að sýningu/viðburði og miðla þar verkefnum sínum
    Námsmat er útfært í kennsluáætlun í samræmi við skólanámskrá.