Það kom upp villa senda inn  Áfangi

  Áfangi Nánari upplýsingar


  Búið til: 1401981758.79

  Heilsa og lífstíll
  HLSE1ÍÞ05
  3
  heilsuefling
  geðrækt, heilsa, hollusta, hreyfing, lífsstíll, líkamsrækt, næring, velferð, íþróttir, útivist
  Samþykkt af skóla
  1
  5
  Í áfanganum verður fléttað saman hreyfingu og fræðslu um áhrif lífsstíls á heilsu og leitast við að hvetja nemendur til heilbrigðari lífshátta. Lögð verður áhersla á fjölbreytta líkamsþjálfun í formi þol-, styrktar- og liðleikaþjálfunar í þeim tilgangi að nemendur finni hreyfingu við sitt hæfi. Nemendur fræðast um næringu, svefn, hreyfingu, tóbak og vímuefni og hvernig þessir lífsstílsþættir geta haft áhrif á eigin heilsu. Auk þess verður boðið upp á mælingar s.s. þol- og styrktarmælingar, blóðþrýstings-, ummáls- og fitumælingar.
  Engar
  Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
  • Hvernig ýmsir lífsstílsþættir s.s. mataræði, hreyfing, hreinlæti, svefn og streita hafa áhrif á heilsu okkar.
  • Mikilvægi úthalds-, styrktar-, og liðleikaþjálfunar.
  • Mikilvægi hreyfingar fyrir mismunandi hópa fólks og ráðleggingar um hreyfingu.
  • Skaðsemi tóbaks, áfengis og annarra fíkniefna
  • Helstu leiðum í forvarnarstarfi gegn vímuefnum.
  Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
  • Auka úthald sitt, styrk og liðleika með fjölbreyttum aðferðum.
  • Stunda slökunaræfingar.
  • Útbúa heilsudagbók.
  • Beita forvörnum í nærumhverfi sínu.
  • Leita sér upplýsinga sem varða heilsusamlegan lífsstíl.
  Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
  • Stunda heilsusamlegan lífsstíl og setja sér einföld og skýr markmið varðandi heilsueflingu metið með heilsudagbók og kynningarverkefnum.
  • Styrkja jákvæða sjálfsmynd og þátttöku í almennri heilsurækt, leikjum og útiveru sem metið er með þátttöku nemenda og umræðum.
  • Viðhalda líkamshreysti sem metið er með því að nemendur leysa af hendi verkefni, æfingar og stunda leiki.
  • Nýta sér möguleika í að flétta hreyfingu í daglegt líf og starf sem metið er með heilsudagbók og áætlanagerð nemenda.
  • Taka þátt í umræðum og miðla fróðleik um hættur er fylgja ávana- og fíkniefnum sem metið er með umræðum, rökræðum og jafningjamati.
  • Nýta sér upplýsingatækni í sambandi við heilsurækt, næringu og lífsstíl sem metið er með umræðum og netverkefnum.
  Þetta er bæði verklegur og bóklegur áfangi og er námsmat að mestu á formi mismunandi verkefna. Verklegar æfingar (hreyfing), verkefni, hópverkefni, umræðuverkefni og ávallt er lögð áhersla á tengingu við daglegt líf nemenda. Ekki verður lokapróf í áfanganum og stuðst er við leiðsagnarmat.