Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1402042884.66

    Íslenska
    ÍSLE2BB05
    18
    íslenska
    barnabókmenntir
    Samþykkt af skóla
    2
    5
    Í áfanganum fá nemendur yfirlit yfir sögu og þróun íslenskra barna- og unglingabóka. Auk þess kynnast ýmsum flokkum barnabóka, svo sem þjóðsögum og ævintýrum, myndabókum, bókum fyrir stálpuð börn, myndasögum og unglingabókum. Í áfanganum eru því lesnar margar barnabækur, íslenskar og þýddar, af ýmsum gerðum auk fræðigreina um efnið. Einnig er barnaefni skoðað í tengslum við bókmenntirnar. Markmiðið er að nemendur geri sér grein fyrir gildi barnabóka og þeim möguleikum sem markvisst starf með þær býður upp á. Í tengslum við efni áfangans fá nemendur þjálfun í notkun spjaldtölva í starfi með börnum.
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • þróunarsögu íslenskra barna- og unglingabóka.
    • helstu flokkum barnabóka og einkennum þeirra.
    • fræðilegri umræðu um um barna- og unglingabókmenntir.
    • aðferðum við markvissa notkun barnabóka og menningarefnis í starfi með börnum.
    • möguleikum við notkun spjaldtölva í starfi með börnum.
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • flokka barna- og unglingabókmenntir.
    • skoða barna- og unglingabækur í sögulegu samhengi.
    • greina og túlka texta og myndir barna- og unglingabókmennta.
    • lesa fræðilegt efni um barnabækur
    • vinna með heimildir.
    • vinna ýmis verkefni, munnleg og skrifleg um efni áfangans.
    • nota spjaldtölvu í námi og starfi.
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • velja gott lesefni handa börnum og unglingum og rökstyðja val sitt.
    • geti greint, túlkað og metið barnabækur.
    • skila skriflegum og munnlegum verkefnum sem uppfylli kröfur um vinnubrögð og heimildir.
    • vinna á skapandi hátt með bókmenntir í starfi með börnum.
    • nota spjaldtölvur í starfi með börnum.
    Námsmat er fjölbreytt, lestrarkannanir, styttri verkefni, lokaverkefni, kynningar og þátttaka í tímum. Áhersla er lögð á að nemendur miðli eigin reynslu úr lífi og starfi til annarra í áfanganum.