Í áfanganum er lögð áhersla á mikilvægi leiksins sem náms- og þroskaleiðar í uppeldi hvers barns. Áhersla er lögð á leikþroska eftir aldursstigi og hvernig börn leika sér. Unnið er með mismunandi flokkun leikja og kenningar, fjallað um hlutverkaleiki og mismunandi menning kynjanna skoðuð með tilliti til leiksins. Lögð er áhersla á mikilvægi leiksins fyrir félagsleg samskipti barna og málörvun og kappkostað að nemendur læri að nýta sér leikinn sem leið í kennslu barna. Þá er undirstrikuð nauðsyn þess að starfsmenn skóla virði leikþörf barnsins og tryggi heppileg leikskilyrði.
Kennslan aðallega bókleg en stundum einnig verkleg. Í bóklegu kennslunni eru stuttar innlagnir, verkefnavinna, umræður, hópavinna og mikil áhersla lögð á tengingu við starf nemanda á vinnustað hans í leik- eða grunnskóla. Einnig fara nemendur í heimsókn á vettvang í samráði við kennara. Þegar kennslan er verkleg er farið í leiki þar sem nemendur fá tækifæri til að læra af eigin reynslu og ræða.
Engar
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
helstu aðalatriðum í kenningum um leik barna.
helstu einkennum leiks eftir aldri og þroska barna.
hvað og hvernig börn læra í leik.
mismunandi leikmenningu kynjanna.
helstu flokkum leiks.
sjálfsprottnum og skipulögðum leik.
hlutverki fullorðinna í leik barna.
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
skoða og greina leik út frá leikkenningum.
tala um og skrifa niður hvaða leikir henta hvaða aldri.
nota leikinn sem kennslutæki.
stýra barni inn í ýmist sjálfsprottinn eða skipulagðan leik.
beita þekkingu sinni til að taka þátt í leikjum barna, virkt og óvirkt.
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
gera sér grein fyrir mismunandi kenningum um leiki barna sem metið er með skriflegu verkefni.
taka ábyrgð á því að velja viðeigandi leiki fyrir hópa út frá aldri sem metið er með skriflegu verkefni og verklegum æfingum.
miðla til barna hvernig hægt sé að læra í gegnum leikinn margvíslega þætti eins og kurteisi, hrós og jákvæð samskipti sem metið er með verkefnavinnu og verklegum æfingum.
fjalla um jafnan rétt kynjanna til allra leikja þannig að öll börn fái sömu tækifæri til að upplifa leiki óháð kyni. Metið með verkefnavinnu í hópum og umræðum.
sýna frumkvæði í að koma börnum af stað í sjálfsprottinn og skipulagðan leik sem metið er með umræðum og verkefnum í kjölfar verklegra æfinga
vera ýmist þátttakandi í leik barna eða áhorfandi, virkur eða óvirkur, sem metið er með skýrslugerð og/eða dagbókarskrifum.
Við námsmat í áfanganum er stuðst við símat þar sem verkefni og umræður nemenda eru metin með ýmsum hætti jafnt og þétt yfir önnina ásamt tímaverkefnum og heimaprófi.