Það kom upp villa senda inn  Áfangi

  Áfangi Nánari upplýsingar


  Búið til: 1402046851.92

  Næringarfræði
  NÆRI2GR05
  4
  næringarfræði
  grunnáfangi í næringarfræði
  Samþykkt af skóla
  2
  5
  Markmið áfangans er að nemendur öðlist þekkingu á grundvallarþáttum næringarfræðinnar, verði færir um að draga sjálfstæðar ályktanir um hvað sé hollt og hvað óhollt og verði meðvitaðir um eigin ábyrgð á góðri næringu og heilsu. Að áfanga loknum á nemendum að vera ljóst hvers virði góðar neysluvenjur eru fyrir Íslendinga sem heilbrigða þjóð. Þeir eiga að loknum áfanganum að vera færir um að mynda sér skoðanir á næringu og lífsstíl og hvernig nýta megi ráðleggingar um mataræði og næringarefni.
  Engar
  Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
  • hlutverki næringarefnanna, dagsþörfum einstaklinga og skortseinkennum.
  • ráðleggingum um mataræði og næringarefni fyrir almenning.
  • rannsóknum á mataræði Íslendinga.
  • tengslum næringar við sjúkdóma og heilsu fólks.
  • næringu fyrir sérstaka hópa fólks, svo sem ungbörn, þungaðar konur, aldraða og íþróttafólk.
  • sérfæði fyrir sjúklinga.
  • innihaldslýsingum matvæla og merkingum um næringargildi.
  • samsetningu matseðla og hvernig hægt er að reikna út orku og næringarefnainnihald.
  Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
  • nýta ráðleggingar um mataræði og næringarefni til að setja saman matseðla og skipuleggja eigið mataræði.
  • afla sér áreiðanlegra upplýsinga í sambandi við heilsusamlegt mataræði.
  • lesa innihaldslýsingar og næringargildislýsingar matvæla.
  • reikna út orku og næringarinnihald matvæla.
  • setja saman matseðla fyrir mismunandi hópa fólks.
  Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
  • velja sér heilsusamlegt mataræði sem metið er með matardagbókum, verkefnum og skriflegu prófi.
  • útskýra munnlegar og myndrænar ráðleggingar um mataræði og næringarefni fyrir öðrum sem metið er með umræðum og rökstuðningi.
  • meta áreiðanleika upplýsinga um heilsusamlegt mataræði sem metið er með umræðum, rökræðum og upplýsingaleit.
  • meta hollustugildi matvæla út frá innihaldslýsingum og næringargildislýsingum sem metið er með búðarheimsókn, verklegum æfingum og umræðu.
  • skipuleggja heilsusamlegt mataræði fyrir mismunandi hópa fólks sem metið er með matseðlagerð, útreikningum á mataræði og kynningum nemenda.
  Námsmatið byggir mikið á verkefnavinnu en einnig prófum. Nemendur æfa sig í að reikna út orkuinnihald og næringargildi, túlka ráðleggingar um mataræði og merkingar matvæla, setja saman matseðla og ráðleggja mismunandi hópum fólks um mararæði. Mikill tími fer í umræður þar sem áreiðanleiki upplýsinga um næringu og hollustu er ræddur. Sum verkefni þurfa nemendur að kynna fyrir samnemendum sínum.