Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1402054674.84

    Skapandi starf
    LIME1MM05
    1
    listir og menning
    listir, maður og menning
    Samþykkt af skóla
    1
    5
    Í áfanganum er fjallað um aðferðir í frístundastarfi þar sem mótaðar eru aðstæður til virkrar þátttöku á forsendum sköpunar, tjáningar og uppbyggilegra samskipta. Fjallað er um aðferðafræði reynslunáms, leiðir til að örva sköpunarhæfni einstaklinga og hvetja þá til tjáningar. Skoðuð eru gildi upplifunar og fagurfræði út frá hugmyndaheimi einstaklinga með það að leiðarljósi að efla sjálfsstyrk þeirra, félagsfærni og sköpunarmátt. Lögð er áhersla á að verkefni feli í sér áskorun, efli getu og færni og styrki félagstengsl. Nemendur öðlast reynslu af að vinna með ólík form sköpunar og tjáningar svo sem í gegnum myndlist, leiklist, tónlist, náttúruskoðun, margmiðlun o.fl.
    Engar
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • leiðum til að örva sköpunarhæfni einstaklinga. • fagurfræði og áhrifum hennar á hugmyndaheim einstaklinga.
    • leiðum til að hvetja einstaklinga til að tjá sig á fjölbreyttan hátt.
    • aðferðum við beitingu myndlistar, leiklistar, tónlistar og annarra listgreina í skapandi starfi.
    • leiðum þar sem einstaklingar vinna saman án þess að keppa innbyrðis.
    • aðferðum til að efla sjálfsmynd, sjálfstraust og félagsfærni einstaklinga í gegnum skapandi starf.
    • gildum og aðferðafræði reynslunáms.
    • að skipuleggja einstök verkefni þar sem sótt er í margskonar listform og samþættingu.
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • leita leiða til að örva sköpunarhæfni.
    • finna leiðir til að hvetja einstaklinga til að tjá sig á fjölbreyttan hátt.
    • nýta sér þekkingu sína í aðferðum við framkvæmd myndlistar, leiklistar, tónlistar og annarra listgreina í skapandi starfi.
    • sýna fram á getu til öflugrar samvinnu - nýta skapandi starf til eflingar sjálfsmyndar.
    • skipuleggja einstök verkefni þar sem sótt er í margskonar listform og samþættingu.
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • greina og vinna með sköpunarleiðir sem henta mismunandi aldurshópum. Metið m.a. með verkefnavinnu.
    • greina styrk sinn og veikleika í hópastarfi. Metið m.a. með sjálfsmati og verkefni.
    • verða hæfari til að laða fram hæfileika hvers og eins til skapandi starfs. Metið m.a. með umræðum og vettvangsnámi.
    • afla upplýsinga um tómstundatilboð og tómstundasköpun fyrir hópa og einstaklinga.
    • Metið m.a. með einstaklingsverkefnum.
    • skilgreina þörf tómstundaúrræða fyrir hópa og einstaklinga. Metið m.a. með umræðum og verkefni.
    • yfirfæra í starfi þekkingu sína í aðferðum við framkvæmd myndlistar, leiklistar, tónlistar og annarra listgreina í skapandi starfi. Metið m.a. með æfingaverkefnum.
    • leiða hópastarf. Metið m.a. með æfingum og verkefnum.
    • nýta skapandi starf til eflingar sjálfsmyndar. Metið m.a. með verklegum æfingum og jafningjamati.
    • skipuleggja einstök verkefni þar sem sótt er í margskonar listform og samþættingu. Metið m.a. með brúðuleikhússýningu.
    Verkefni, þátttaka og ástundun.