Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1402062302.86

    Vinna, umhverfi og öryggi
    ATFR2VÖ05
    1
    Atvinnufræði
    ATFR
    Samþykkt af skóla
    2
    5
    Í áfanganum er fjallað um starfsumhverfi og vinnuvernd starfsfólks í umönnunar-, uppeldis- og tómstundagreinum. Gerð er grein fyrir uppbyggingu og þróun velferðarkerfisins og vinnumarkaðarins með áherslu á almannatryggingar og lífeyriskerfið. Fjallað er um grundvallaratriði sjálfbærrar þróunar, m.a. jöfnuð innan og milli kynslóða og virðingu fyrir umhverfinu, og hvernig sjálfbærnin tengist störfum á þessu sviði. Sérstök áhersla er lögð á forvarnastarf sem tengist vinnustöðum og vinnuaðstæðum þannig að aðstæður ógni ekki heilbrigði og öryggi starfsfólks. Í því sambandi er fjallað um félagslegt og andlegt vinnuumhverfi og rétta líkamsbeitingu. Jafnframt er farið yfir viðbrögð við starfstengdu ofbeldi og umgengni við ofbeldishneigða einstaklinga. Nemendur læra gerð áhættumats og notkun þess í vinnuverndarstarfi.
    Engar
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • grunnatriðum sjálfbærrar þróunar.
    • uppbyggingu velferðarsamfélagsins.
    • grunnatriðum vinnumarkaðarins.
    • mikilvægi vinnuverndar.
    • réttri líkamsbeitingu.
    • starfstengdu ofbeldi.
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • starfa í samræmi við markmið um sjálfbæra þróun.
    • stuðla að heilbrigðum og öruggum vinnustað.
    • koma auga á hættur í vinnuumhverfinu og bæta úr þeim.
    • gera áhættumat fyrir vinnustaði.
    • nota vinnustellingar sem best henta í mismunandi verk.
    • fást við árásargjarna notendur þjónustunnar.
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • skilja hugmyndafræði sjálfbærrar þróunar og beita henni í störfum sínum sem metið er með skriflegu prófi og dagbók.
    • skilja hlutverk íslenska velferðarsamfélagsins, þ.m.t. uppbyggingu vinnumarkaðarins, sem metið er með fyrirlestrum og skriflegu prófi.
    • stuðla að heilbrigði og öryggi á vinnustað, bæði hjá samstarfsfólki og notendum þjónustunnar, sem metið er með áhættumati og ábyrgð.
    • átta sig á eigin styrkleikum og veikleikum í tengslum við heilbrigði og öryggi á vinnustað sem metið er með sjálfsmati og rökstuðningi.
    • gera sér grein fyrir hvernig best er bregðast við ýgi og ofbeldi notenda þjónustunnar á skynsamlegan hátt sem metið er með verklegum æfingum.
    Lögð er áhersla á hagnýt verkefni utan skólastofunnar, skýrslur, vettvangsferðir og hópverkefni. Æskilegt er að námsmatið sé þannig uppbyggt að mat á slíkri vinnu sé stór hluti af lokaeinkunn eða að áfanginn sé hreinn símatsáfangi.