Það kom upp villa senda inn  Áfangi

  Áfangi Nánari upplýsingar


  Búið til: 1402063127.2

  Þroski og hreyfing
  ÍÞRF2ÞH05
  6
  íþróttafræði
  ÍÞRF
  Samþykkt af skóla
  2
  5
  Í áfanganum læra nemendur um þroska barna á leik- og grunnskólaaldri. Fjallað er um alla helstu þroskaþættina en einkum er horft til skyn- og hreyfiþroska, líkams- og félagsþroska og hvar börn eru stödd á mismunandi aldursskeiði. Fjallað er um mikilvægi hreyfináms, áherslur í hreyfinámi út frá aldri og hvernig nýta má hreyfinám til að efla áðurnefnda þroskaþætti. Jafnframt er lögð áhersla á að nemendur kynnist notkun ýmiss konar áhalda og öðlist innsýn í hvaða leikir og þjálfun henta fyrir mismunandi aldursskeið. Fjallað er um áætlanagerð og skipulag hreyfináms ásamt fjölbreyttum möguleikum til hreyfináms með tilliti til mismunandi aðstæðna og umhverfis. Þroskapróf og tilgangur þeirra eru kynnt og fá nemendur innsýn í hvernig greina megi frávik frá eðlilegum líkams- og hreyfiþroska. Þeir fá einnig innsýn í kennsluhætti sérkennslu í íþróttum.
  Engar
  Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
  • mikilvægi hreyfináms hjá börnum á öllum aldri.
  • hvert markmiðið er með hreyfinámi barna á leik- og grunnskólaaldri og hvaða áhrif markvisst hreyfinám hefur á þroska þeirra.
  • þroskaþáttum, flokkun þeirra og samspili.
  • helstu skynfærum líkamans og samspili þeirra.
  • flokkun hreyfináms í gróf- og fínhreyfingar.
  • æskilegum áherslum í hreyfinámi hjá ólíkum aldurshópum barna.
  • þeim fjölbreyttu möguleikum sem felast í hreyfinámi hvort sem er í íþróttasal, skólastofu, sundlaug eða utandyra.
  • hvað þroskapróf er, hvað felst í hugtakinu hreyfivandi og hvernig greina megi frávik frá eðlilegum líkams- og hreyfiþroska.
  • hvað áætlanagerð er og hvernig skipuleggja eigi hreyfinám.
  • gildi hreyfináms fyrir fatlaða og áhersluþáttum í kennslu fatlaðra.
  Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
  • tengja saman aldur og æskilega hreyfigetu barna.
  • skipuleggja hreyfistund út frá markmiðum og æskilegum áherslum grundvallaða á aldri og aldurstengdum hreyfi- og líkamsþroska.
  • velja æfingar og leiki sem efla valda þroskaþætti og grunnþætti skynjunar.
  • aðstoða við framkvæmd eða skipuleggja upp á eigin spýtur hreyfistund hvort sem hún er í sal, stofu, utandyra eða laug.
  • flétta saman gróf- og fínhreyfingar í hreyfinámi.
  • aðstoða við framkvæmd þroskaprófs og átta sig á frávikum frá eðlilegum líkams- og hreyfiþroska.
  • aðstoða nemendur með sérþarfir í hreyfinámi.
  Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
  • rökstyðja mikilvægi hreyfináms fyrir börn á öllum aldri og miðla því til aðstandenda og annarra starfsmanna á vinnustað. Metið með fyrirlestrum og verkefnum.
  • skilja á milli gróf- og fínhreyfinga og nýta sér það við skipulagningu hreyfináms sem metið er með æfingavali í verklegu námi og verkefnum.
  • vera virkur þátttakandi í skipulagningu hreyfistunda og geta sýnt frumkvæði við val á æfingum og rökstutt það út frá aldri og þroskastigi barna. Metið með verkskipulagi, útsjónarsemi og vinnuframlagi í verklegum kennslustundum og verkefnum.
  • gera sér grein fyrir því þegar börn eiga við hreyfivanda að stríða og sýna frumkvæði við að vekja athygli samstarfsfólks á því. Metið og þjálfað með könnun á hreyfinámi barna í íþróttaskóla í formi vettvangsferðar og mati á börnum í nánasta umhverfi .
  • vinna með og aðstoða nemendur með sérþarfir í hreyfinámi og nýta til þess þekkingu um skipulag og aðferðafræði við sérkennslu sem metið er með kynningum og verkefnum.
  Námsmatið byggir á einstaklings- og hópverkefnum byggðum á námsefni frá kennara, vettvangsferð, upplýsingum og virkni nemenda í leit að ítarefni af netinu ásamt persónulegri reynslu nemenda af störfum í leik- og/eða grunnskóla. Einnig eru þátttaka, virkni og frumkvæði nemenda í verklegum tímum veigamikill þáttur í námsmati.