Markmið áfangans er að örva og ýta undir sköpunargleði nemenda og skilning þeirra á þrívíddarmótun í leir. Í áfanganum kynnast nemendur undirstöðuatriðum í meðferð leirs, grunnþáttum keramikmótunar og þeim efnum sem unnið er með í keramik. Kenndar eru helstu aðferðir við mótun leirs eins og plötuaðferð og slönguaðferð. Áhersla er lögð á mótun forma og að nemendur öðlist tilfinningu fyrir efninu og möguleikum þess. Fræðsla er um notkun áhalda og nemendur læra að beita því áhaldi sem við á hverju sinni. Unnið verður með steinleir og jarðleir og fræðst verður um önnur efni sem við koma faginu. Verkefni verða nokkuð frjáls undir handleiðslu kennara.Tímarnir eru frjálslegir og bjóða upp á afslappað andrúmsloft. Lögð er áhersla á skapandi, vönduð og sjálfstæð vinnubrögð.
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
eiginleikum leirsins og mismunandi ástandi hans m.t.t. þurrks
opnum og lokuðum formum í leir
lífrænum formum í leir
munsturgerð og meðferð mynstra í hönnun
formum, línum og hreyfingu innan listsköpunar
ferli frá hugmynd að fullunnu verki
mikilvægi þess að sýna öguð og vönduð vinnubrögð í handverki
gildi lita og notkun þeirra í umhverfi okkar
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
aðferðum við leirhnoðun
helstu aðferðum við mótun leirs
notkun hugmyndabókar og skráningu hugmynda
sjálfstæðum vinnubrögðum og vandvirkni í verkefnavinnu
að skipuleggja eigið vinnuferli og gera uppdrætti/skissur að verkefni
að setja fram hugmyndir sínar á munnlegan hátt og ræða þær opinskátt
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
þekkja fjölbreytni leirs, glerunga og skreytingaraðferða
nýta sér hæfni sína í listræna vinnu og sköpun
sýna frumkvæði að verkefnum og verkefnavali
vinna með hugmyndir sínar á persónulegan hátt og sýna sjálfstæði
beita gagnrýnni og skapandi hugsun og sýna áræðni og frumleika við lausnir vinnu sinnar
þroska færni sína og skilning á list og hönnun
Leiðsagnarmat. Fjölbreytt verkefni metin jafnt og þétt yfir önnina. Áhersla á umsagnir sem leiða nemandann áfram. Engin skrifleg lokapróf.