Það kom upp villa senda inn  Áfangi

  Áfangi Nánari upplýsingar


  Búið til: 1402408488.34

  Íþróttasálfræði
  SÁLF2ÍÞ05
  7
  sálfræði
  félagsstörf, félög, íþróttasálfræði
  Samþykkt af skóla
  2
  5
  Markmið áfangans er að nemendur bæti árangur sinn sem íþróttafólk og/eða þjálfarar með því að nýta hugræna eiginleika sína við æfingar og í keppni. Í áfanganum er farið yfir helstu viðfangsefni íþróttasálfræðinnar og fjallað um þá þætti sem hafa áhrif á frammistöðu íþróttafólks s.s. hugræna þætti og hugsun, sjálfsmynd, áhugahvöt, streitu, kvíða og einbeitingu. Farið er yfir hvað þarf til að ná árangri í íþróttum og hvað einkennir afreksfólk. Einnig er fjallað um áhrif mannlegra samskipta í þjálfun einstaklinga og hópa. Lögð er áhersla á umræður og lýðræðislega nálgun í kennslunni, nemendur eru hvattir til að taka þátt og hafa áhrif á efnisþætti áfangans. Áfanginn byggir á virkni og þátttöku nemenda þar sem reynir á sjálfskoðun, greiningu á umhverfi sínu og umræðum.
  Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
  • helstu hugrænu þáttum sem hafa áhrif á frammistöðu íþróttafólks
  • mikilvægi jákvæðrar sjálfsmyndar íþróttafólks
  • mikilvægi jákvæðrar hvatningar í íþróttum
  • áhrifum streitu og kvíða á frammistöðu íþróttafólks
  • því hvað íþróttaþjálfari getur haft mikil áhrif á árangur með þekkingu á undirstöðuatriðum íþróttasálfræði
  Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
  • vinna markvist með sjálfstraust íþróttafólks
  • koma auga á og minnka streitu og kvíða meðal íþróttafólks
  • nýta sér hugræna þjálfun
  • setja sér skammtíma- og langtímamarkmið
  Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
  • bæta sig í sinni íþrótt
  • nota skynmyndir í íþróttaþjálfun og keppni
  • geta náð betri árangri sem íþróttaþjálfari
  • setja sér árangurrík markmið
  • ýta undir innri áhughvöt hjá sjálfum sér og öðrum
  • andlegur undirbúningur fyrir keppni nýtist sem best
  Leiðsagnarmat. Fjölbreytt verkefni metin jafnt og þétt yfir önnina. Áhersla á umsagnir sem leiða nemandann áfram. Engin skrifleg lokapróf.