Það kom upp villa senda inn  Áfangi

  Áfangi Nánari upplýsingar


  Búið til: 1403090694.04

  Samfélagshjúkrun
  HJÚK3FG05
  2
  Hjúkrun, grunnur
  fjölskylduhjúkrun, geðhjúkrun
  Samþykkt af skóla
  3
  5
  Í áfanganum er fjallað um hugtök og kenningar í fjölskyldu- og geðhjúkrun ásamt heimahjúkrun og heilsugæslu. Farið er í kenningar um þroskaferil fjölskyldunnar, þarfir og verkefni fjölskyldumeðlima á ýmsum þroskastigum. Farið er í hugmyndafræði heilsueflingar og hjúkrunarviðfangsefni í tengslum við fjölskyldu- og heimahjúkrun. Fjallað er um algengar geðraskanir, hjúkrun, forvarnir og endurhæfingu geðsjúkra með áherslu á fjölskyldumiðaða nálgun. Áhersla er lögð á að nemandinn kynnist mikilvægi geðhjúkrunar á hinum ýmsu sviðum heilbrigðisþjónustunnar. Í áfanganum er lögð áhersla á tengingu fræðilegrar þekkingar við skipulagningu og framkvæmd hjúkrunar.
  HJÚK3ÖH05
  Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
  • hugtökum og kenningum í fjölskyldu- og geðhjúkrun
  • hugmyndafræði þroska- og fjölskyldukenninga
  • heilsueflingu og forvörnum
  • einkennum og hjúkrunarmeðferðum algengra geðraskanna og fíknisjúkdóma.
  Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
  • túlka helstu kenningar og hugtök innan fjölskyldu- og geðhjúkrunar
  • útskýra hlutverk heima- og heilsugæsluhjúkrunar
  • bera saman hugmyndafræði mismunandi þroska- og fjölskyldukenninga
  • vera þátttakandi í heilsueflingu og forvörnum í samfélaginu
  • lýsa einkennum algengra geðraskana og fíknisjúkdóma
  • nota viðurkenndar hjúkrunarmeðferðir í fjölskyldu- og geðhjúkrun
  Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
  • nota kenningar og hugtök innan fjölskylduhjúkrunar í raunverulegum verkefnum
  • rökstyðja hjúkrunarmeðferðir í heima- og heilsugæsluhjúkrun og yfirfært hæfni úr öðrum í hjúkrunaráföngum í störfum sínum
  • lýsa áhrifum veikinda einstaklings á fjölskylduna
  • hjúkra einstaklingum með geðraskanir og fíknisjúkdóma
  • beita þekkingu sinni í samvinnu við aðrar fagstéttir
  • leiðbeina og fræða um heilsueflingu og forvarnir.
  samkvæmt skólanámsskrá skóla.