Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1403114839.62

    Verknám á hjúkrunaheimili eða öldrunarlækningadeild
    VINN3ÖH08
    1
    Verknám
    öldrunarhjúkrun
    Samþykkt af skóla
    3
    8
    Vinnustaðanámið/verknámið fer fram á öldrunarlækningadeildum eða hjúkrunarheimilum. Verklegur hluti áfangans er 15 átta klukkustunda vaktir á önn. Nemendur vinna jafnframt verkefni tengt viðfangsefnum vinnustaðanámsins. Kennari áfangans, sjúkraliði/leiðbeinandi og deildarstjóri bera sameiginlega ábyrgð á verklegu námi sjúkraliðanema. Nemandi fylgir leiðbeinanda við öll almenn störf sjúkraliða. Í vinnustaðanáminu fær nemandi tækifæri til þess að sýna aukið sjálfstæði við skipulagningu hjúkrunarstarfa og við mat á hjúkrunarþörfum skjólstæðinga, jafnframt að benda á lausnir á þeim hjúkrunarviðfangsefnum sem við eiga á vinnustaðnum. Í upphafi tímabils setur nemandi sér persónuleg og fagleg markmið um verknámið. Á meðan á verknámi stendur skal nemandi fylla út gátlista og ferilbók um unna verkþætti.
    VINN2LS08
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • athöfnum daglegs lífs (ADL) við umönnun aldraðra
    • helstu þáttum sem hafa áhrif á heilsu og lífsgæði aldraðra
    • forvörnum og slysagildrum í umhverfi aldraðra
    • fylgikvillum rúmlegu og forvörnum þeirra
    • helstu hjálpartækjum sem notuð eru í hjúkrun aldraðra
    • faglegri umhyggju og samskiptum
    • mikilvægi eftirlits og mats á líkamlegu og andlegu ástandi skjólstæðinga
    • mælitækjum og öðrum hjúkrunargögnum sem eru notuð í hjúkrun aldraðra
    • skráningu hjúkrunar á hjúkrunarheimilum og í heimahjúkrun
    • sjálfsákvörðunarrétti og réttindum aldraðra samkvæmt lögum
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • meta sjálfsbjargargetu og þarfir aldraðra í athöfnum daglegs lífs
    • sýna öldruðum virðingu og faglega umhyggju
    • mæla og skrá algengar athuganir hjá öldruðum
    • nota helstu hjálpartæki og hjúkrunargögn á viðeigandi hátt
    • taka þátt í þverfaglegri samvinnu heilbrigðisstétta
    • útskýra lögvernduð réttindi aldraðra
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • velja viðeigandi hjúkrunarmeðferð hverju sinni og geta rökstutt hana
    • a
    • sýna hæfni í samskiptum við aldraða, aðstandendur þeirra og samstarfsfólk
    • a
    • leggja sitt að mörkum í þverfaglegri samvinnu.
    • hjúkra öldruðum á heildrænan og faglegan hátt.
    Leiðsagnarmat þar sem vinna nemanda í áfanganum er metin með reglubundnum hætti ásamt því að skrá í ferilbók og gátlista. Til grundvallar matinu er einkum horft til sjálfstæðis í vinnubrögðum, hæfni í hjúkrunarstörfum og samskiptum við aldraða, aðstandendur og samstarfsfólk. Nemendur gera verkefni sem kennari leggur fyrir og tengist viðfangsefnum deildar og vinnustaðanámsins. Að öðru leyti er námsmatið samkvæmt skólanámskrá hvers skóla.