SPÆN2BK05 er annar áfanginn í spænsku á öðru þrepi og miðast við að nemendur komist á þrep B1 í evrópska tungumálarammanum. Í áfanganum er markviss orðaforðauppbygging og þjálfun í munnlegri og skriflegri tjáningu. Skilningur á rituðu og töluðu máli er aukinn. Nemendur fræðast áfram um menningu spænskumælandi landa með sérstaka áherslu á sögu og bókmenntir Spánar í gegnum texta, bókmenntadæmi, kvikmyndir, fyrirlestra og tónlist. Lesin er léttlestrarbók og skoðuð ljóð og greinar á netinu . Þyngstu málfræðiatriðin eru þjálfuð frekar. Áhersla er lögð á ritunar- og talæfingar, munnlegar kynningar og hlustun til að þjálfa nemendur enn frekar í þeim grunni sem þegar hefur verið lagður.
SPÆN2MM05
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
orðaforða sem er nánar tiltekinn í leikni- og hæfniviðmiðum áfangans
framburði, hljómfalli, stafsetningarreglum og orðaröð
sögu og menningu spænskumælandi landa með sérstaka áherslu á Spán
þekktustu listamenn og rithöfunda hins spænskumælandi heims, einkum Spánar
flóknari tjáningu og samskiptum í mæltu og rituðu máli
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
lesa margs konar texta og vinna úr þeim á mismunandi hátt
skilja texta af ýmsum toga, s.s. frásagnir, upplýsingatexta, bókmenntatexta, kvikmyndaumfjöllun, söguágrip o.fl.
skilja megininntak texta sem hlustað er á
tjá sig nokkuð skýrt um málefni sem fjallað hefur verið um hverju sinni
skrifa samhangandi texta þar sem fjallað er um menningartengd efni, bók eða kvikmynd og lýsa skoðun sinni á efninu
halda stutta kynningu um málefni sem hann hefur kynnt sér og undirbúið
nota málfræðiatriði úr undanförum til að tjá sig svo til hnökralaust í ræðu og riti
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
skilja inntak talaðs máls og umfjöllun af ýmsum toga um kunnugleg málefni
skilja aðalatriði í t.d. kvikmyndum, lagatextum o.þ.h.
lesa og skilja ritaðan texta þó efnið sé ekki kunnuglegt
tjá sig í ræðu og riti um efni sem tengist hinum spænskumælandi heimi, einkum Spáni
tjá skoðanir sínar og taka þátt í samræðum um þekkt efni
nýta sér helstu grundvallaratriði spænskrar málfræði til að beita tungumálinu af nákvæmni við ýmsar aðstæður
Námsmat er útfært í kennsluáætlun í samræmi við skólanámskrá.