Það kom upp villa senda inn  Áfangi

  Áfangi Nánari upplýsingar


  Búið til: 1403602419.64

  Danska fyrir leikskólaliða
  DANS2LL05
  8
  danska
  DANS
  Samþykkt af skóla
  2
  5
  Áfanginn skiptist í þrennt, almennan grunn í dönsku þar sem farið verður í algengan, nytsaman orðaforða sem tengist nemendum sjálfum, venjum og hefðum Dana og hvernig þeir umgangast hvern annan. Annar hlutinn tengist barnaefni, þar sem það er íhugað og krufið. Þriðji hlutinn tengist uppeldisfræðum, þar sem stefnt verður að því að nemendur verði læsir á texta tengda uppeldisfræði. Til að ná því markmiði munu nemendur lesa stutta texta, smásögur og blaðagreinar tengdar þessu efni. Ennfremur er markmið að efla sjálfstraust og færni nemenda í öllum þáttum tungumálsins sem og ýta undir að þeir horfi jákvætt á tungumálanámið og það sem danskt er og geti bjargað sér í Danmörku.
  Engar
  Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
  • nokkrum atriðum í tengslum við danska siði og menningu.
  • grunnatriðum í málfræði.
  • að lesa einfaldan, almennan texta á dönsku.
  • á talmáli til að skilja einfaldar og almennar samræður.
  • mismuninum á hraðlestri og ítarlestri.
  Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
  • lesa ýmiskonar texta, s.s. barnasögur og texta um uppeldismál.
  • skrifa samfelldan texta um málefni sem hann þekkir.
  • nota leiðréttingarforrit eða Snöru.is til að hjálpa sér við að ná í fróðleik um afmarkað efni, orð eða málfræði.
  • skilja talað mál um kunnuglegt efni þegar talað er skýrt og áheyrilega.
  • segja frá eigin reynslu og annarra, bæði í einstaklingssamtölum og fyrirlestrum.
  • taka þátt í almennum samræðum um efni sem hann þekkir og hefur áhuga á.
  • hugsa sjálfstætt og á skapandi hátt við úrlausn verkefna.
  Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
  • eiga viðeigandi samskipti á dönsku um almennt efni og málefni af uppeldisfræðilegum toga. Þetta verður metið í hlustunarverkefnum og lokaverkefni.
  • skilja einfalda, stutta texta sem tengjast áhugamálum þeirra og uppeldisfræði. Þetta er metið með lesskilningsverkefnum.
  • notfæra sér upplýsingatæknina til að ná í fróðleik um ýmiskonar efni. Þetta verður metið í skriflegum verkefnum.
  • að bjarga sér við almennar aðstæður eins og á brautarstöð, í verslun eða á matsölustað sem metið er með samtalsverkefnum og jafningjamati.
  • segja frá reynslu sinni og annarra, bæði í einstaklingssamtölum og fyrirlestrum sem metið er í munnlegum prófum og lokaverkefni.
  • skrifa áhugaverðan texta með almennu orðfæri um uppeldismál sem metið er með lokaverkefni og fleiri skriflegum verkefnum.
  • eflast í áhuga sínum fyrir danskri tungu og ennfremur þróa með sér sjálfstæði, frumleika og skapandi hugsun. Þetta er metið í lokaverkefninu.
  Notast verður við jafningjamat, kennaramat, hlutapróf, hlustunarverkefni og munnleg verkefni. Nemendur gera lokaverkefni þar sem þeir skrifa um æsku sína og tengja við efni um uppeldisfræði á dönsku.