Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1403620919.22

    Uppeldisfræði, kynning á aðferðum í uppeldisfræðum
    UPPE4KU05
    1
    uppeldisfræði
    Uppeldisfræði, kenningar, saga, sjónarmið
    Samþykkt af skóla
    4
    5
    Í áfanganum kynnast nemendur muninum á eigindlegum og megindlegum rannsóknaraðferðum og vinna að tveimur litlum rannsóknarverkefnum eða þemum sem tengjast uppeldisaðstæðum íslenskra barna. Viðfangsefni geta t.d. verið fötluð börn, barnaefni í fjölmiðlum, tómstundir ungra barna, listir og menning, kynbundinn munur. Nemendur munu setja fram hugmyndir að viðfangsefnum þannig að áhugi stýri vali þeirra. Áhersla er lögð á leiðsögn við meðferð og úrvinnslu gagna sem nemendur afla. Nemendur velja þann tjáningarmáta sem þeim þykir henta best til að sýna hæfni sína. Við mat á niðurstöðum tekur kennari mið af vinnuferli en ekki eingöngu lokaniðurstöðu.
    UPP 103, UPP 203, UPP 313, DÆD 103, STÆ233
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • eigindlegum rannsóknaraðferðum.
    • megindlegum rannsóknaraðferðum.
    • gagnaöflun í tengslum við rannsóknir.
    • tengslum fræðilegs efnis við eigin rannsóknargögn.
    • meðferð og úrvinnslu gagna í rannsóknum.
    • hvernig rannsóknarniðurstöður eru settar fram.
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • afla gagna með eigindlegum rannsóknaraðferðum og greina þau.
    • afla gagna með megindlegum rannsóknaraðferðum og greina þau.
    • finna og tengja saman fræðilegt efni og markmið rannsóknar.
    • draga saman heildarniðurstöður úr fyrirliggjandi gögnum.
    • skrifa stutta rannsóknarskýrslu/ rannsóknarverkefni.
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • framkvæma rannsókn með eigindlegum rannsóknaraðferðum sem metið er með leiðsagnarmati.
    • framkvæma rannsókn með megindlegum rannsóknaraðferðum sem metið er með leiðsagnarmati.
    • skrifa fræðilegan kafla í rannsóknarskýrslu/ rannsóknarverkefni sem metið er með leiðsagnarmati og verkefni.
    • vinna með rannsóknargögn og flétti saman við fræðilegt efni sem metið er með leiðsagnarmati.
    • túlka og kynna rannsóknarskýrslu /rannsóknarverkefni fyrir öðrum sem metið er með verkefni sem kynnt er í málstofu. Notað er jöfnum höndum sjálfsmat, jafningjamat og kennaramat.
    Námsmatið byggir á þrepaskiptri vinnu sem leiðir til lokaskýrslu, bæði í tengslum við eigindlega og megindlega rannsókn sem nemendur vinna að. Hvert verkefni er frá upphafi unnið í samráði við kennara. Hægt er að skila verkefnunum á mismunandi máta, t.d. í ritgerðarformi, sem myndbandi eða kynningarbæklingi. Lokaafurð er metin með sjálfsmati, jafningjamati og kennaramati.