Í áfanganum er unnið með mismunandi verkfæri og tæki eftir sérgreinum. Unnið er eftir grundvallarreglum um smitgát, handþvott og klæðnað. Unnið er við móttöku verkfæra og tækja frá mismunandi stofnunum, deildum og fyrirtækjum. Verkfæri eru tekin í sundur, flokkuð og þvegin með tilheyrandi sótthreinsiaðferðum. Fjallað er um eftirlit, smurningu, samsetningu, röðun, pökkun, verkfæratínur, dauðhreinsiílát og verkfæri. Áhersla er lögð á dauðhreinsunaraðferðir, gæða- og öryggiseftirlit, skráningu á ferli ásamt þrifum og eftirlit með dauðhreinsunarofnum. Eins er fjallað um affall og förgun frá dauðhreinsunarofnum
Bóklegt nám sótthreinsitækna
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
vinnuvernd og öryggi á vinnustað ásamt mikilvægi hreinlætis og smitvarna
mikilvægi trúnaðar, þagmælsku og góðra samskipta
að lesa úr upplýsingum á merkingum dauðhreinsaðra vara, bæði innlendum og erlendum
pöntunarferli aðfanga fyrir dauðhreinsunardeildir
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
raða verkefnum í forgangsröð
umgangast og vinna við dauðhreinsun frá upphafi til enda og velja réttar aðferðir með tilliti til lækningatækja og umbúða sem við eiga
vinna samkvæmt umgengis- og sýkingavarnastöðlum
nota tölvukerfi heilbrigðisstofnunar til að skrá móttöku vara og afgreiðslu á vörum til og frá deildum, viðskiptavinum og birgjum
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
gegna þeim störfum sem tilheyra starfssviði sótthreinsitækna samkvæmt starfslýsingum
geta notað og túlkað öryggiskvarða og skráningu dauðhreinsitækja
geyma og flytja dauðhreinsaðar vörur á viðeigandi hátt ásamt því að meðhöndla úrgang og efni til förgunar á viðeigandi hátt
koma fram af öryggi og fagmennsku gagnvart skjólstæðingum, samstarfsfólki og virða aðrar starfsstéttir, þekkingu þeirra og störf