Það kom upp villa senda inn  Áfangi

  Áfangi Nánari upplýsingar


  Búið til: 1408445845.07

  Algebra og rúmfræði
  STÆR1UN05
  20
  stærðfræði
  undirbúningsáfangi í stærðfræði
  Samþykkt af skóla
  1
  5
  Áfanginn er fyrir þá sem ekki hafa náð lágmarkseinkunn í stærðfræði við lok grunnskóla. Farið verður yfir: Tölur, stæður, 1. stigs jöfnur, algebru, rúmfræði og hnit. Notkun forritsins GeoGebra við lausn stærðfræðilegra verkefna.
  Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
  • talnameðferð, almennum brotum og tugabrotum, frumtölum og deilanleika
  • prósentu, hlutfalla og vaxtarreikningi
  • undirstöðureglum talna- og bókstafareiknings og 1. stigs jöfnum með einni óþekktri stærð, forgangsröð aðgerða og heiltöluveldi
  • flatarmáli og rúmmáli algengra forma
  • jöfnu beinnar línu og hnitarúmfræði í tvívíðum fleti
  • framsetningu gagna á myndrænu formi.
  Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
  • beita helstu aðgerðum á heilar tölur og nota víxlreglu, tengireglu og dreifireglu í talnareikningi
  • breyta milli tugabrota og almennra brot og deilanleika með lágum tölum
  • beita veldareglum
  • setja fram svör með viðeigandi nákvæmni
  • reikna prósentur, finna hlutföll milli stærða og reikna vexti
  • forgangsraða aðgerðum, nota sviga og heiltöluveldi í algebru, og leysa jöfnur með einni óþekktri stærð
  • beita formúlum og jöfnum við að reikna rúmmál
  • vinna með jöfnu beinnar línu, finna hallatölu og skurðpunkta við ása hnitakerfis
  • tjá sig munnlega og skriflega á stærðfræðilegan hátt.
  Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
  • skrá lausnir sínar skipulega, skiptast á skoðunum við aðra um þær og útskýra hugmyndir sínar og verk skilmerkilega á viðeigandi hátt
  • átta sig á tengslum ólíkra aðferða við framsetningu stærðfræðilegra hugmynda og viðfangsefna
  • skilja merkingu og tengsl hugtaka í námsefninu og vinna með þau
  • geta fylgt og skilið röksemdir og röksamhengi í mæltu máli og texta
  • beita skipulegum aðferðum við að leysa úr viðfangsefnum og þrautum, s. s. út frá þekkingu á lausnum svipaðra þrauta, unnið til baka frá þekktum stærðum eða með því að setja upp jöfnur
  • takast á við stærðfræðileg verkefni með opnum og jákvæðum huga.
  Leiðsagnarmat. Fjölbreytt verkefni metin jafnt og þétt yfir önnina. Áhersla á umsagnir sem leiða nemandann áfram. Engin skrifleg lokapróf.