Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1408446401.22

    Menning og málnotkun
    DANS2TL05
    7
    danska
    lestur og menning, tjáning
    Samþykkt af skóla
    2
    5
    Í áfanganum er lögð megináhersla á þjálfun í tjáningu, bæði munnlegri og ritaðri. Lögð er áhersla á að nemendur séu færir um að tjá hugsun sína skýrt bæði munnlega og skriflega og geti rökstutt mál sitt og beitt útskýringum eða öðrum aðferðum ef orðaforða þrýtur. Lesnir eru fjölbreyttir textar bæði bókmenntatextar og sérhæfðari og flóknari textar en áður og einnig unnið með lestur eftir áhugasviði nemenda. Lögð er áhersla á að nemendur verði læsir á flóknari texta en áður. Nemendur kynnist danskri menningu á sem fjölbreyttastan hátt. Lögð er áhersla á að nemendur beri ábyrgð á eigin námsframvindu og séu meðvitaðir um mismunandi aðferðir til að tileinka sér tungamál. Áhersla er lögð á sjálfstæð vinnubrögð.
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • þverfaglegum orðaforða til markvissrar notkunar, bæði munnlega og skriflega
    • rithefðum í textasmíð og meðferð heimilda
    • mismunandi afstöðu og túlkun bókmenntahöfunda og dýpri merkingu texta
    • notkun hjálpargagna, s.s. orðabóka, leiðréttingaforrita auk ýmissa hjálpargagna á netinu
    • málkerfinu til markvissarar notkunar, bæði munnlega og skriflega
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • að lesa mismunandi textagerðir; blaðagreinar, sérhæfða texta og bókmenntatexta
    • beita þeim lestraraðferðum sem við eiga eftir gerð texta og viðfangsefnis
    • tjá sig munnlega á máli sem hæfir aðstæðum hverju sinni
    • tjá sig skriflega bæði á formlegan og óformlegan hátt
    • nota reglur málkerfisins.
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • skilja almennt talað mál, fjölmiðlaefni, fræðigreinar og annað flóknara efni
    • halda uppi samræðum og tjá sig um eigin hugmyndir og skoðanir og geta rökstutt mál sitt
    • skrifa mismunandi texta og beita þeim rithefðum sem við eiga í textasmíð
    • nýta nýjan orðaforða bæði munnlega og skriflega
    • auka meðvitund um eigin færni í tungumálinu og eigin leiðir til að tileinka sér málið.
    Ath. leiðsagnarmat