Í þessum framhaldsáfanga er haldið áfram með grunnatriði efnafræðinnar jafnframt því sem byrjað er að byggja ofan á fyrri þekkingu. Efnisþættir sem teknir verða fyrir í áfanganum eru: ólíkar gerðir efnahvarfa (sýru-basa hvörf, útfellingarhvörf, oxunar-afoxunar hvörf), mólstyrkur og þynningar, og orkuhugtakið almennt og í tengslum við efnahvörf.
EFNA2EA05
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
sýrum og bösum, þ.m.t. muninum á römmum og veikum sýrum/bösum