Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1408446464.25

    Efnahvörf, mólstyrkur og orka
    EFNA2EM05
    11
    efnafræði
    efnahvörf, mólstyrkur og orka
    Samþykkt af skóla
    2
    5
    Í þessum framhaldsáfanga er haldið áfram með grunnatriði efnafræðinnar jafnframt því sem byrjað er að byggja ofan á fyrri þekkingu. Efnisþættir sem teknir verða fyrir í áfanganum eru: ólíkar gerðir efnahvarfa (sýru-basa hvörf, útfellingarhvörf, oxunar-afoxunar hvörf), mólstyrkur og þynningar, og orkuhugtakið almennt og í tengslum við efnahvörf.
    EFNA2EA05
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • sýrum og bösum, þ.m.t. muninum á römmum og veikum sýrum/bösum
    • ólíkum gerðum efnahvarfa (sýru-basa hvarfa, útfellingarhvarfa, oxunar-afoxunar hvarfa)
    • grunnhugmyndum um orku og lögmálinu um varðveislu orkunnar
    • innri orku og hvarfvarma.
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • spá fyrir um myndefni einfaldra sýru-basa hvarfa, útfellingahvarfa og oxunar-afoxunar efnahvarfa
    • reikna út mólstyrk og nýta sér þá útreikninga til að tengja mólfjölda í lausn við rúmmál lausnar
    • reikna stöðu- og hreyfiorku út frá mælistærðum, vinna með umbreytingu orku milli orkuforma og nota orku með efnajöfnum.
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • meta hvort niðurstöður útreikninga og mælinga séu raunhæfar
    • túlka efnatákn og efnajöfnur
    • nýta hópavinnu til að leysa flóknari viðfangsefni
    • sýna sjálfstæði í vinnubrögðum
    • setja niðurstöður úr verklegum æfingum fram á skýran hátt
    • tengja efnafræðina við daglegt líf og umhverfi í auknum mæli.
    Leiðsagnarmat. Fjölbreytt verkefni metin jafnt og þétt yfir önnina. Áhersla á umsagnir sem leiða nemandann áfram. Engin skrifleg lokapróf.