Áfangalýsing:
Áfanginn er allt í senn bóklegur, verklegur og vettvangsmiðaður. Kennt verður þrisvar í viku; tvisvar 50 mín. og einu sinni í 100 mín
Verklegi hlutinn:
Í verklega hlutanum fá nemendur að kynnast fjölbreyttum aðferðum í líkams- og heilsurækt.
T.d þjálfun á líkamsræktarstöð, ketilbjöllur, pilates, tabata, cross-fit, boot-camp, ólympískar lyftingar, kraftlyftingar, box, stafaganga og útihlaup.
Gert er ráð fyrir að nemendur séu í íþróttafötum og taki virkan þátt í tímanum.
Bóklegi hlutinn:
Í bóklega hlutanum er farið í undirstöðuatriði, þjálfunarkerfi og búnað sem á við um þær þjálfunaraðferðir sem farið er í.
Áfanginn er góður grunnur fyrir íþróttakennaranám og einkaþjálfaranám.
Vettvangsnám:
Nemendur fara á vettvang og fá að fylgjast með og/eða taka þátt í ólíkum þjálfunaraðferðum.
Eftir hverja vettvangsferð skila nemendur inn skýrslum .
HLSE1HH5
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
mikilvægi fjölbreytileika í þjálfun
ólíkum þjálfunaraðferðum
ólíkum þörfum einstaklinga
uppbyggingu þols og styrks miðað við ólík markmið.
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
að leiðbeina samnemendum sínum í ólíkum þjálfunaraðferðum
að búa til og setja upp skipulagðan tímaseðil
að nýta sér fjölbreyttar aðferðir í líkams- og heilsurækt til að stuðla að bættum lífsstíl
að nýta sér þekkingu úr HEI1A05 til að mæla og meta árangur.
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
að taka þátt í og/eða sjá um kennslu og þjálfun í fjölbreyttri líkams- og heilsurækt.
Leiðsagnarmat. Fjölbreytt verkefni metin jafnt og þétt yfir önnina. Áhersla á umsagnir sem leiða nemandann áfram. Engin skrifleg lokapróf.