Það kom upp villa senda inn  Áfangi

  Áfangi Nánari upplýsingar


  Búið til: 1408449940.69

  Stjórnmálafræði
  FÉLA3ST05
  14
  félagsfræði
  stjórnmálafræði
  Samþykkt af skóla
  3
  5
  FÉLA3ST5 kynnir stjórnmálafræði sem fræðigrein. Áhersla er lögð á að nemendur öðlist skilning á helstu hugtökum og hugmyndafræði greinarinnar. Fjallað er um lýðræði, einkenni þess og forsendur. Stiklað er á stóru í þróun íslenskrar stjórnmálasögu til dagsins í dag og imprað á sérstæði hvers tímabils. Mismunandi stjórnmálastefnur verða kynntar og nemendur læra hvernig túlka má stjórnmálakerfi og stjórnmálaþátttöku út frá mismunandi kenningum með megináherslu á Ísland. Nemendum verða kynnt helstu hugtök alþjóðastjórnmála, þar á meðal, hugtökin um smáríki og stór ríki. Kynnt verða helstu pólitísku alþjóðasamtök og fjallað verður lítillega um alþjóðavæðingu, einkenni hennar og möguleg áhrif á stjórnmál framtíðarinnar.
  FÉLA2KE05
  Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
  • Aðferðum og viðfangsefnum stjórnmálafræðinnar
  • Megin hugtökum og kenningum stjórnmálafræðinnar
  • Mismunandi hugmyndafræðilegum stjórnmálastefnum
  • Íslensku stjórnkerfi og stjórnmálasögu landsins.
  Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
  • leggja sjálfstætt mat á stefnur og átakaefni í stjórnmálum
  • beita stjórnmálafræðilegum kenningum til að skoða samfélagsleg málefni
  • fjalla um og bera saman kenningar
  • ræða um viðfangsefni stjórnmála.
  Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
  • geta myndað sér skoðanir sem byggjast á gagnrýnni hugsun og tekið þátt í umræðum um stjórnmál
  • tjá sig skipulega og gagnrýnið um einstaka efnisþætti
  • afla sér upplýsinga um stjórnmál, greina helstu atriði þeirra og hagnýta sér
  • geti beitt öguðum vinnubrögðum, tekið ábyrgð á námi og unnið í samvinnu við aðra
  • taka virkan þátt í borgaralegu samfélagi.
  Leiðsagnarmat. Fjölbreytt verkefni metin jafnt og þétt yfir önnina. Áhersla á umsagnir sem leiða nemandann áfram. Engin skrifleg lokapróf.