Þjóðarmorð er hugtak sem heyrist oft í umræðum um heimsmál, jafnt fortíðar og nútíðar. Í áfanganum er þetta hugtak og önnur skyld hugtök krufin til mergjar. Helstu atburðir sögunnar sem geta fallið undir hugtakið eru skoðaðir frá ýmsum hliðum. Horft verður á mögulegar orsakir atburðanna, afleiðingar og ekki síst reynslu fólks af þeim. Námsefnið er í fjölbreyttu formi. Fræðilegt efni, kvikmyndir af ýmsum toga, efni úr fjölmiðlum, reynslusögur o.fl. Verkefnavinna nemenda verður af ýmsum toga, meðal annars umræður þar sem nemendur ræða námsefnið og greina. Einnig verða fjölbreytt verkefni unnin í kennslustundum þar sem kafað verður dýpra ofan í ýmsa þætti lesefnisins. Í lok annar nýta nemendur þekkinguna sem þeir hafa aflað sér á önninni til þess að leggja mat á samtímaatburði og hvort í þeim geti falist þjóðarmorð.
SAGA2FR05 (SAG2A05) eða SAGA2OL05 (SAG2B05)
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
því hvað felst í hugtakinu þjóðarmorð og öðrum tengdum hugtökum
helstu atburðum sögunnar sem geta fallið undir þjóðarmorð
mismunandi ástæðum sem liggja að baki þessum atburðum
reynslu þeirra sem hafa upplifað atburðina
afleiðingum atburðanna og tengslum þeirra við nútímann
ólíkum sjónarhornum rannsókna á þjóðarmorðum
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
lesa fræðilega texta jafnt á íslensku sem og á erlendum tungumálum
afla sér heimilda á viðurkenndan hátt
leggja mat á og túlka fjölbreyttar upplýsingar
beita gagnrýninni hugsun
nýta viðurkenndar heimildir til að miðla skoðun sinni á fjölbreyttan hátt
taka þátt í upplýstum umræðum um efnið
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
geta tjáð skoðanir sínar á rökstuddan hátt í ræðu og riti
geta beitt gagnrýninni hugsun á markvissan hátt
leggja mat á atburði samtímans og hvort í þeim geti falist þjóðarmorð
geta áttað sig á áhrifunum sem atburðir sem þessir hafa í samtímanum
læra af fortíðinni
geta sett fram efni með verklagi sagnfræðinnar á viðurkenndan hátt
Leiðsagnarmat. Fjölbreytt verkefni metin jafnt og þétt yfir önnina. Áhersla á umsagnir sem leiða nemandann áfram. Engin skrifleg lokapróf.