Það kom upp villa senda inn  Áfangi

  Áfangi Nánari upplýsingar


  Búið til: 1408450626.89

  Vitund og siðblinda
  SÁLF3VS05
  10
  sálfræði
  Vitund og siðblinda
  Samþykkt af skóla
  3
  5
  Í áfanganum munu nemendur skoða hin ýmsu viðfangsefni tengd vitundinni og siðblindu. Nemendur eiga að kynna sér rannsóknir og heimildir um svefn og svefnraskanir, drauma, dáleiðslu, hugleiðslu, fyrirbærið„deja vu“ og áhrif fíkniefna á heilann og hugarstarfsemina. Farið verður í ýmsar kenningar í sálfræði og vandkvæði sem tengjast vitundarhugtakinu. Fjallað verður um siðblindu í áfanganum og farið verður rækilega í skilgreiningu hugtaksins. Tekin verða fyrir álitaefni og rannsóknir í tengslum við birtingamyndir siðblindu í samfélaginu, umfjöllun í fjölmiðlum, greiningu og meðferðarúrræði. Í áfanganum eiga nemendur að fá tækifæri til að dýpka þekkingu sína á því áhugasviði sem rúmast innan efni áfangans. Leitast verður eftir að nemendur fari sjálfstæða leið í vinnulagi og verkefnaskilum. Umræður og virk þátttaka er stór hluti af kennslunni og er því lögð mikil áhersla á að nemendur séu virkir í tímum.
  SÁLF2IS05_8 (SÁL2A05)
  Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
  • kenningum og rannsóknum um siðblindu og vitundina
  • skilgreiningum og ákveðnum vandkvæðum þeim tengdum
  • áhrifum fíkniefna á vitundastarf
  • vísindalegum og samfélagslegum gildum rannsókna á þessu sviði
  • þeim orðaforða sem nauðsynlegur er til frekara náms í greininni
  • völdum rannsóknum sem framkvæmdar hafa verið á sviðinu
  • nauðsyn faglegrar og fræðilegrar umræðu
  Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
  • velja milli ólíkra aðferða við lausn verkefna
  • taka virkan þátt í umræðum og færa rök máli sínu til stuðnings
  • beita gagnrýninni hugsun
  • greina vísindalegar niðurstöður frá algengum rökvillum og bábiljum
  • greina og skýra frá aðalatriðum í fræðilegum texta
  • ræða og greina siðferðileg álitamál
  • skrifa fræðilegan texta
  • vinna sjálfstæða og skapandi rannsókn
  Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
  • beita lausnamiðuðum og skapandi aðferðum við lausn verkefna
  • nálgast viðfangsefnið út frá ólíkum sjónarhornum
  • leita fullnægjandi raka fyrir skoðunum sínum og annarra
  • lesa heimildir og rannsóknargögn á gagnrýninn hátt
  • beita því verklagi sem hæfir rannsókn eða lausn verkefna og álitaefna hverju sinni
  • setja fram rökstuddar spurningar/tilgátur um viðfangsefni
  Leiðsagnarmat. Fjölbreytt verkefni metin jafnt og þétt yfir önnina. Áhersla á umsagnir sem leiða nemandann áfram. Engin skrifleg lokapróf.