Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1408556994.16

    Hlutföll og hornaföll
    STÆR2HH05
    29
    stærðfræði
    Hlutföll, hornaföll
    Samþykkt af skóla
    2
    5
    Í áfanganum vinna nemendur mikið með hlutföll og brot. Nemendur kynnast talnamengjunum og kanna sérstaklega muninn á ræðum og óræðum tölum. Einnig kynnast nemendur óendanleika talnalínunnar með því að skoða talnabil og lausnir ýmissa ójafna með því að nota formerkjatöflur. Nemendur vinna með hlutföll í rúmfræði og kynnast hornaföllunum til þess að leysa ýmis rúmfræðileg verkefni. Nemendur fá einnig æfingu í því að tengja saman hlutföll og vaxtareikning. Þá verður fjallað um veldaog rótareglur, útvíkkun veldishugtaksins, vísisföll og lograföll. Helstu efnisatriði eru: Náttúrulegar tölur, heiltölur, ræðar tölur, óræðar tölur, rauntölur, lokuð bil, opin bil, ójöfnur, formerkjatöflur, talnalínan, flatarmál, rúmmál, þríhyrningar, einslögun, hornafræði, hornaföll, kósínusreglan, sínusreglan, bogaföll, hornafallareglur, veldisvöxtur, veldareglur, rótareglur, ræð veldi, vísisföll, lograr og lograreglur.
    STÆR2FF05
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • talnamengjunum og talnabilum
    • helstu hugtökum og táknum mengjafræðinnar
    • velda- og lograreglum og venslum velda, róta og logra
    • mikilvægi nákvæmni í mælingum
    • hlutföllum lengda, flatarmála og rúmmála í evklíðskri rúmfræði
    • horna- og bogaföllum
    • vísis- og lograföllum
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • setja upp og leysa hvers kyns verkefni sem snúa að vaxtareikningi
    • leysa ýmiskonar ójöfnur
    • teikna ýmis rúmfræðileg fyrirbæri eftir skriflegum leiðbeiningum
    • nota hornaföll til þess að finna ýmsar stærðir í þríhyrningum
    • nota föll til þess að lýsa ýmsum viðfangsefnum og leysa jöfnur
    • nota vísindalegar reiknivélar og sérhæfð stærðfræðiforrit til að leysa ýmis reikningsleg viðfangsefni
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • skrá lausnir sínar skipulega, skiptast á skoðunum við aðra um þær og útskýra hugmyndir sínar og verk skilmerkilega á viðeigandi hátt
    • átta sig á tengslum ólíkra aðferða við framsetningu stærðfræðilegra hugmynda og viðfangsefna
    • skilja merkingu og tengsl hugtaka í námsefninu og vinna með þau
    • geta fylgt og skilið röksemdir og röksamhengi í mæltu máli og texta
    • beita skipulegum aðferðum við að leysa úr viðfangsefnum og þrautum, s. s. út frá þekkingu á lausnum svipaðra þrauta, unnið til baka frá þekktum stærðum
    • eða með því að setja upp jöfnur
    • takast á við stærðfræðileg verkefni með opnum og jákvæðum huga
    Leiðsagnarmat. Fjölbreytt verkefni metin jafnt og þétt yfir önnina. Áhersla á umsagnir sem leiða nemandann áfram. Engin skrifleg lokapróf.