framhaldsáfangi í umhverfisfræðum. auðlindir íslands
Samþykkt af skóla
3
5
Í áfanganum er áhersla á umhverfismál tengd Íslandi. Fjallað er um sjálfbæra auðlindanýtingu og sjálbæra þróun. Lögð verður áhersla á að nemendur skoði sjálfbæra þróun í víðu samhengi og velti fyrir sér mikilvægi umhverfismála, félagslegra þátta og efnahagslegra þátta í þessu samhengi.
Sérstaða Íslands í orkumálum er skoðuð. Nemendur kynna sér innlenda orkugjafa og velta fyrir sér hvað felst í hagnýtri orkunýtingu. Nemendur skoða ólíkar gerðir vistvæns eldsneytis og velta fyrir sér kostum og göllum þeirra.
Hugmyndir um vistvæna byggð verða kynnar. Fjallað verður um ólíka þætti sem hafa áhrif á hversu vistvæn byggð telst.
Lögð verður áhersla á að nemendur kynni sér og vinni með umhverfismál sem eru efst á baugi hverju sinni. Í þessu samhengi er kjörið að þjálfa nemendur í að skoða umhverfismál á gagnrýninn hátt og velta fyrir sér ólíkum sjónarmiðum.
UMHV2UN5 og NÁTT2GR05
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
Sérstöðu Íslands í umhverfismálum
Ólíkum kostum í eldsneytismálum
Hvernig umhverfismál, félagslegir þættir og efnahagslegir þættir tengjast hugmyndinni um sjálfbæra þróun
Hugmyndum um vistvæna byggð
Hvað felst í umhverfisvottun
Grænu bókhaldi.
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
Lesa skýrslur og lagafrumvörp sem tengjast umhverfismálum
Útfæra hugmyndir um sjálfbæra þróun þar sem tekið er tillit til umhverfismála, félagslegra þátta og efnahagslegra þátta
Halda grænt bókhald.
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
Túlka á gagnrýninn hátt upplýsingar sem tengjast umhverfismálum
Vera virkur þátttakandi í umræðu um umhverfismál.
Leiðsagnarmat. Fjölbreytt verkefni metin jafnt og þétt yfir önnina. Áhersla á umsagnir sem leiða nemandann áfram. Engin skrifleg lokapróf.