Það kom upp villa senda inn  Áfangi

  Áfangi Nánari upplýsingar


  Búið til: 1408633666.92

  Vísindaleg vinnubrögð og náttúrufræðigreinar
  NÁTT2GR05
  3
  náttúrufræði
  grunnáfangi í náttúrufræði
  Samþykkt af skóla
  2
  5
  Í þessum byrjunaráfanga er lögð áhersla á að nemendur kynnist náttúruvísindum á fjölbreyttan hátt. Í áfanganum er lögð áhersla á líffræði (vistfræði), efnafræði, umhverfisvísindi og landafræði (kortalestur). Í áfanganum er kynnt sú aðferðarfræði sem er sameiginleg náttúru- og raunvísindum. Í áfanganum verða eftirfarandi efnisþættir kynntir: eðli vísinda, helstu skref vísindalegra aðferða, SI-einingakerfið, mælinákvæmni og markverðir stafir, vistfræði, flokkun lífvera, lífverur í vistkerfi, hringrás kolefnis, framvinda vistkerfa, lífverur á Íslandi, efnafræði, atómið og frumefni, lotukerfið, efnatengi og efnahvörf, landafræði, notkun staðfræði- og þemakorta, mælikvarði landakorta, umhverfisvísindi, orsakir loftslagsbreytinga, afleiðingar loftslagsbreytinga á Íslandi. Lögð er áhersla á að nemendur tengi þá þekkingu sem þeir öðlast í efnafræði, líffræði og landafræði við náttúru Íslands, umhverfi sitt og daglegt líf.
  Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
  • rannsóknaraðferðum í náttúru- og raunvísindum
  • helstu ferlum vistkerfa
  • uppbyggingu atóms
  • uppbyggingu lotukerfisins
  • muninum á staðfræðikortum og þemakortum
  Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
  • framkvæma verklegar æfingar og vinna úr þeim
  • skrifa skýrslur í tengslum við verklegar æfingar
  • búa til myndrit, m.a. línurit, og nota myndritin til að draga ályktanir
  • teikna upp fæðuvef og skilgreina flutning orku og efnis innan fæðuvefsins
  • lesa efnajöfnur og stilla þær
  • aðgreina efni í frumefni, efnasambönd og efnablöndur
  • nota lotukerfi
  • nýta sér mælikvarða landakorta til að reikna út vegalengdir og flatarmál
  • nýta sér hæðarlínur landakorta til að átta sig á hæðarmun einstakra staða á landakorti.
  Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
  • sýna sjálfstæði í vinnubrögðum og bera ábyrgð á eigin námsframvindu
  • vinna í hóp til þess að auka skilning á fyrirbærum náttúru- og raunvísinda
  • tengja þekkingu sína á kolefnishringrás við gróðurhúsaáhrif og loftslagsbreytingar
  • tengja þekkingu sína í efnafræði, líffræði og jarðvísindum við umhverfi sitt og náttúru Íslands.
  Leiðsagnarmat. Fjölbreytt verkefni metin jafnt og þétt yfir önnina. Áhersla á umsagnir sem leiða nemandann áfram. Engin skrifleg lokapróf.