Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1409054096.86

    Dagleg samskipti og nánasta umhverfi
    SPÆN1BY05
    12
    spænska
    byrjunaráfangi í spænsku
    Samþykkt af skóla
    1
    5
    Áfanginn er byrjunaráfangi og er megináhersla lögð á að nemendur tileinki sér undirstöðuatriði tungumálsins. Nemendur byggja upp orðaforða um sitt nánasta umhverfi og eru þjálfaðir í hlustun, ritun, lestri og tjáningu. Markmiðið er að nemendur þjálfist í að tjá sig um sjálfan sig og sitt nánasta umhverfi, byggi upp orðaforða því tengt og noti til þess grunnatriðin í spænskri málfræði. Einnig læra nemendur að tjá sig um áhugasvið sín og framtíðaráform. Styðst verður við fjölbreyttar kennsluaðferðir þar sem tekið er mið af markmiðum áfangans. Áhersla verður lögð á að nemendur tjái sig sem mest á spænsku í töluðu og rituðu máli, og á fjölbreytta og skapandi verkefnavinnu þar sem tekið er tillit til áhuga nemenda eins mikið og unnt er. Unnið verður með fjölbreytt efni, meðal annars tónlist, myndbönd, leiki og ýmist efni af Netinu sem hjálpar við að komast nær spænskumælandi menningarheimi og eflir menningarlæsi nemenda. Áhersla er lögð á að nemendur beri ábyrgð á sínu eigin námi og sýni sjálfstæð vinnubrögð, frumkvæði og skapandi hugsun.
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • þeim orðaforða sem nauðsynlegur er til að ná leikni- og hæfnimarkmiðum áfangans
    • grundvallarþáttum spænsks málkerfis: framburði, áherslu og einfaldri setningaskipan
    • grunnatriðum í spænskri málfræði
    • spænskumælandi löndum, og fengið innsýn í menningu og siði þjóðanna.
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • skilja almennt talað mál þegar talað er skýrt og greinilega
    • lesa einfalda texta sem innihalda algengan orðaforða um efni sem hann þekkir og tileinka sér ný orð í textanum
    • nota meginreglur í málfræði
    • nota upplýsingatækni og hjálpargögn í tungumálanámi.
    • taka þátt í einföldum samræðum um efni sem hann þekkir eða hefur áhuga á og beita kurteisis- og málvenjum við hæfi
    • segja á einfaldan hátt frá sjálfum sér, fjölskyldu sinni og athöfnum og atburðum daglegs lífs með því að beita orðaforða og framburði á sem réttastan hátt
    • skrifað stuttan samfelldan texta um efni sem unnið hefur verið
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • taka þátt í einföldum samræðum og nota mismunandi kveðjur og samskiptaform eftir aðstæðum
    • segja frá persónulegum högum sem og einföldum staðreyndum um kunnugleg efni
    • beita mismunandi aðferðum til að skilja einfalda texta
    • greina einfaldar upplýsingar í mæltu máli
    • auka meðvitund um eigin leiðir til að tileinka sér tungumálið.
    • rita spænsku í mjög einföldu formi
    • miðla efni sem hann hefur aflað sér þekkingar á, á fjölbreyttan og skapandi hátt, m.a. með notkun upplýsingatækni.
    Leiðsagnarmat. Fjölbreytt verkefni metin jafnt og þétt yfir önnina. Áhersla á umsagnir sem leiða nemandann áfram. Engin skrifleg lokapróf.