Það kom upp villa senda inn  Áfangi

  Áfangi Nánari upplýsingar


  Búið til: 1409072358.69

  Spánn, menning og ferðalög
  SPÆN1SP05
  13
  spænska
  spænska tvö
  Samþykkt af skóla
  1
  5
  Viðfangsefni undanfarans eru rifjuð upp og sett í nýtt samhengi. Áfram er unnið að aukinni færni nemenda í lesskilningi, tali, hlustun og ritun þar sem fléttað er inn í kennsluna menningu og sögu Spánar. Orðaforði er aukinn og ný málfræðiatriði þjálfuð. Nemendur þurfa í auknum mæli að tjá sig munnlega og textar verða smám saman lengri og þyngri. Nemendur læra að versla og fá og miðla upplýsingum um verð, spyrja og vísa til vegar, staðsetja sig, lýsa ólíkum borgum, tjá sig um áhugamál sín, gefa og þiggja ráð og tjá sig um atburði í núliðinni tíð. Stuðst verður við fjölbreyttar kennsluaðferðir þar sem tekið er mið af markmiðum áfangans. Áhersla verður lögð á að nemendur tjái sig sem mest á spænsku í töluðu og rituðu máli, og á fjölbreytta og skapandi verkefnavinnu þar sem tekið er tillit til áhuga nemenda eins mikið og unnt er. Unnið verður með fjölbreytt efni, meðal annars tónlist, myndbönd, leiki og ýmislegt efni af Netinu sem hjálpar til við að komast nær spænskum menningarheimi og eflir menningarlæsi nemenda. Áhersla er lögð á að nemendur beri ábyrgð á sínu eigin námi og sýni sjálfstæð vinnubrögð, frumkvæði og skapandi hugsun.
  SPÆN1BY5
  Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
  • þeim orðaforða sem nauðsynlegur er til að ná leikni- og hæfnimarkmiðum áfangans
  • grundvallarþáttum spænsks málkerfis: framburði, áherslu og einfaldri setningaskipan
  • spænskumælandi löndum, og fengið innsýn í menningu og siði þjóðanna
  • einföldum samskiptum og tjáningu í mæltu og rituðu mál.
  Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
  • skilja talað mál um kunnuleg efni þegar talað er skýrt, t.d. einfaldar leiðbeiningar, fyrirmæli og stuttar frásagnir
  • lesa einfalda texta af ýmsu tagi í nútíð og núliðinni tíð og vinna úr þeim á mismunandi hátt eftir því hver tilgangur með lestrinum er hverju sinni
  • afla sér einfaldra, hagnýtra upplýsinga og taka þátt í einföldum samræðum um efni sem hann þekkir með því að beita kurteisis- og málvenjum við hæfi
  • skrifa stutta texta í nútíð og núliðinni tíð, svo sem samtöl, einfaldar lýsingar á fólki, borgum, skilaboð, leiðarlýsingar og um atburði
  • geta sagt frá og lýst liðnum atburðum og reynslu í stuttu máli
  • geta sagt frá og lýst liðnum atburðum og reynslu í stuttu máli
  • nota meginreglur í málfræði.
  Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
  • skilja talað mál um kunnuglegt efni
  • tileinka sér aðalatriðin í stuttum tímarits- eða blaðagreinum sem innihalda algengan orðaforða og geta dregið ályktanir af því sem hann les
  • tjá sig munnlega við tilteknar aðstæður í samskiptum og beita viðeigandi mál- og samskiptavenjum
  • miðla efni sem hann hefur aflað sér þekkingar á, á fjölbreyttan og skapandi hátt, m.a. með notkun upplýsingatækni.
  • skrifa einfalda texta um hugðarefni sín, áhugamál og atburði, ímyndaða og raunverulega.
  Leiðsagnarmat. Fjölbreytt verkefni metin jafnt og þétt yfir önnina. Áhersla á umsagnir sem leiða nemandann áfram. Engin skrifleg lokapróf.