Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1409074968.52

    Bókmenntir á 20. öld
    ÍSLE3ÖL05
    25
    íslenska
    bókmenntir á 20. öld
    Samþykkt af skóla
    3
    5
    Verkefnavinna áfangans gengur út á að efla hæfni nemenda í að vinna með sjálfstæðum hætti verkefnum sínum sem og að taka þátt í umræðum í tímum um þau viðfangsefni sem eru til umfjöllunar hverju sinni. Jafnframt er markmiðið að efla ábyrgðartilfinningu nemenda gagnvart sjálfum sér, námi sínu og umhverfi. Í áfanganum vinna nemendur með ýmis ljóð og textabrot eftir helstu skáld 20. aldarinnar – eða allt fram til um 1980. Samhliða því lesa nemendur fræðitexta um helstu skáldin sem og strauma og stefnur í bókmenntum 20. aldarinnar og setja hann í samhengi við þau skáldverk sem unnið er með í áfanganum. Þá lesa nemendur eina af helstu skáldsögum 20. aldarinnar. Bókmenntir og læsi: Miðað er að því að efla læsi nemenda á fjölbreytta texta, hvort sem um er að ræða vinnu við ljóð, textabrot, fræðitexta eða stóra skáldsögu. Ritun: Lögð er áhersla á fjölbreytta verkefnavinnu þar sem nemendur vinna jafnt hefðbundin ritunarverkefni sem og skapandi verkefni. Einnig efla nemendur hæfni sína við að byggja upp á rannsóknarritgerð á sjálfstæðan og faglegan hátt. Í vinnu með efni áfangans er unnið markvisst með eftirfarandi grunnþætti: læsi, jafnrétti og sköpun. Læsi er sá grunnþáttur sem mest reynir á í vinnu með bókmenntir almennt og er grundvöllur fyrir því að ná árangri í áfanganum. Þá eru ljóð og textabrot nýtt til þess að varpa ljósi á grunnþáttinn jafnrétti. Einnig eru ýmis verkefni þar sem nemendur efla hæfni sína í að vinna skapandi verkefni.
    ÍSLE2ED05
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • ritgerðarsmíð og heimildarvinnu
    • helstu einkennum íslensks máls sem nýtast í ræðu og riti, sem og til náms í erlendum tungum
    • orðaforða sem nægir til að lesa helstu verk íslenskrar bókmenntasögu
    • mismunandi tegundum bókmennta og nytjatexta, stefnum í íslenskum bókmenntum að fornu og nýju og öllum helstu bókmenntahugtökum.
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • ritun heimildaritgerða þar sem hann beitir gagnrýninni hugsun við úrvinnslu og kemur efninu á framfæri á skýran og greinargóðan hátt á blæbrigðaríku máli
    • frágangi heimildaritgerða og hvers kyns texta og að nýta sér uppbyggilega gagnrýni annarra til betrumbóta
    • flytja af öryggi og sannfæringarkrafti vel upp byggða ræðu eða ítarlega kynningu á flóknu efni
    • lesa allar gerðir ritaðs máls að fornu og nýju sér til gagns og gamans, skilja lykilhugtök og greina mismunandi sjónarmið.
    • skilja og nota viðeigandi málsnið, stílbrögð, orðatiltæki og menningarlegar vísanir í tal- og ritmáli
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • skrifa skýran, vel uppbyggðan og grípandi texta og geta valið ritstíl eftir aðstæðum og viðtakendum
    • beita málinu á viðeigandi og árangursríkan hátt við mismunandi aðstæður í ræðu og riti
    • tjá rökstudda afstöðu við ýmsar kringumstæður, útskýra sjónarmið og taka virkan þátt í málefnalegum umræðum til að komast að vel ígrundaðri niðurstöðu
    • draga saman aðalatriði, beita gagnrýninni hugsun við lestur, túlkun og úrvinnslu krefjandi texta, átta sig á samfélagslegum skírskotunum og ná duldum boðskap og hugmyndum
    • sýna þroskaða siðferðisvitundi, víðsýni, sköpunarhæfni og samlíðan í málflutningi sínum, umfjöllun og verkun.
    Leiðsagnarmat. Fjölbreytt verkefni metin jafnt og þétt yfir önnina. Áhersla á umsagnir sem leiða nemandann áfram. Engin skrifleg lokapróf.