Það kom upp villa senda inn  Áfangi

  Áfangi Nánari upplýsingar


  Búið til: 1409137399.93

  Umhirða og atferli - verklegt
  HEST1HV05
  2
  hestamennska
  Hestamennska, verkleg kennsla
  Samþykkt af skóla
  1
  5
  Áfanginn er verklegur og í fyrri hluta hans eru helstu þættir í daglegum rekstri hesthúss kenndir. Nemendur læra að bera ábyrgð á fóðrun og umhirðu ásamt því að meta hvenær hestur er heilbrigður eða þarfnast aðhlynningar. Nemendur læra að meta holdastig hesta og þekkja hvaða áhrifavaldar í fari hestsins og umhverfi hans hafa áhrif á það. Nemendur fara í grunnæfingar við hendi, í hringteymingu og á hestbaki og læra um mismunandi þjálfunarbúnað. Unnið verður með stjórnun og ásetu knapans á hestbaki. Nemendur læra að nýta sér náttúrulegt eðli, skynjun og atferli hestsins við þjálfun. Nemendur þurfa að kenna öðrum nemendum á námstímanum. Nemendur halda þjálfunardagbók og taka þátt í hirðingu og fóðrun.
  Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
  • Þekkingarviðmiðum áfangans er gerð skil í bóklega hluta námsins
  Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
  • lesa í viðbrögð hests, hvort hann er heilbrigður eða þarfnast aðhlynning
  • meta mismunandi holdastig hesta og geta gert fóðurplan samkvæmt því
  • taka sjálfstæðar ákvaðarnir varðandi eigið verklag í umgengni hesta
  • bregðast rétt við mismunandi skapgerð og hegðun hesta
  • nýta sér mismunandi ásetur og ábendingar við stjórnun hests
  • taka sjálfstæða ákvörðun í vali á þjálfunarbúnaði
  • ná færni í einföldum grunnæfingum sem unnar eru við hendi, í hringteymingu og á baki
  Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
  • bera ábyrgð á daglegri umhirðu hesthúss og reglum varðandi hestahald
  • vera sjálfstæður í vinnubrögðum í umgengni við hesta og borið ábyrgð á fóðrun og umhirðu þeirra
  • miðla þekkingu sinni og reynslu til annarra
  • vinna út frá forsendum hestsins með hestvænar aðferðir að leiðarljósi
  Leiðsagnarmat. Fjölbreytt verkefni metin jafnt og þétt yfir önnina. Áhersla á umsagnir sem leiða nemandann áfram. Engin skrifleg lokapróf.