Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1409239365.61

    Orðaforði, tjáning og ritun
    ENSK2OT05
    25
    enska
    Orðaforði, ritun, tjáning
    Samþykkt af skóla
    2
    5
    Í þessum byrjendaáfanga í ensku er lögð áhersla á að nemendur verði læsir á flóknari texta en áður. Þeir þjálfast í að tileinka sér grunnorðaforða vísinda og fræða (academic vocabulary), tjá hugsun sína skýrt í ræðu og riti og rökstyðja skoðanir sínar. Áhersla er lögð á vandlegan lestur texta með það fyrir augum að byggja upp virkan og hagnýtan orðaforða. Þau þjálfa sig einnig í því að tjá sig um land sitt og þjóð. Jafnframt rannsaka nemendur hvernig aðrar þjóðir líta á Ísland og Íslendinga. Nemendur kynnast einnig menningarheimum enskumælandi landa, sérstaklega Bretlands og Bandaríkjanna, með það fyrir sjónum að þeir eflist í menningarvitund, þar sem fjallað verður bæði um venjur og siði ásamt því að nemendur lesa bæði klassísk og ný bókmenntaverk. Nemendur vinna að fjölbreyttum verkefnum yfir önnina. Þar að auki vinna nemendur sjálfstætt að viðameiri verkefnum svo sem kynningum og stærri ritunarverkefnum. Lagður er grunnur að lýðræðislegri hugsun þar sem nemendur notast við sjálfsmat og jafningjamat í námi.
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • stöðu enskrar tungu á Íslandi og erlendis
    • Íslandi og íslenskri menningu á ensku
    • ólíkum viðhorfum og gildum og hvernig þau móta menninguna í þeim löndum þar sem tungumálið er notað
    • þverfaglegum orðaforða til markvissrar notkunar í námi á háskólastigi
    • mismunandi afstöðu og túlkun bókmenntahöfunda og dýpri merkingu texta.
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • lesa fjölbreyttar gerðir texta, bæði fræðilega og bókmenntalega
    • beita þeim lestraraðferðum sem við eiga eftir gerð texta eða viðfangsefnis
    • greina og skilja málfarsmun á mismunandi málsvæðum
    • tjá sig munnlega skýrt og hnökralaust um málefni sem hann hefur kynnt sér
    • tjá sig skriflega bæði á formlegan og óformlegan hátt.
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • skilja daglegt mál, fjölmiðlaefni, inntak erinda, fræðigreinar og annað flóknara efni
    • taka þátt í skoðanaskiptum, færa rök fyrir máli sínu og svara mótbárum og gagnrökum á viðeigandi hátt
    • tjá skýrt, lipurlega og blaðalaust fyrir áheyrendum um sérvalið efni sem hann hefur kynnt sér
    • skrifa formlegan og óformlegan texta og beita rithefðum sem eiga við í textasmíð
    • nýta nýjan orðaforða í ræðu og riti.
    Leiðsagnarmat. Fjölbreytt verkefni metin jafnt og þétt yfir önnina. Áhersla á umsagnir sem leiða nemandann áfram. Engin skrifleg lokapróf.