Það kom upp villa senda inn  Áfangi

  Áfangi Nánari upplýsingar


  Búið til: 1409582497.45

  Tölvuleikjafræði
  KFRT3TF05
  6
  Kvikmyndafræði
  Kvikmyndafræði: Tölvuleikjafræði
  Samþykkt af skóla
  3
  5
  Af hverju eru tölvuleikir vinsælasta afþreyingarformið í dag? Hvaða undirstöðuatriði þarf góður leikur að hafa svo hann geti verið bæði skemmtilegur og fróðlegur? Eru tölvuleikir list? Geta tölvuleikir bætt líf okkar? Geta tölvuleikir hjálpað okkur að leysa alþjóðleg vandamál eins og fátækt, hungur, olíuskort og gróðurhúsaáhrif? Í áfanganum verða teknir fyrir leiðandi gerðir tölvuleikja í dag, saga tölvuleikja, kenningar í tölvuleikjafræðum, gagnrýni leikja og notkun tölvuleikja til þess að bæta lífsgæði. Áhersla er lögð á sjálfstæða hugsun og sjálfstæð vinnubrögð. Nemendur eru hvattir til að horfa með gagnrýnum augum á námsefnið jafnt sem eigin skoðanir og viðhorf. Námsmat og verkefnavinna í áfanganum felst í að spila leik í áfanganum sem er hannaður samkvæmt tölvuleikjareglum. Nemendur leysa verkefni yfir önnina þar sem áhersla er lögð á samvinnu, endurskil, aukavinnu og leyniverkefni. Allir nemendur eiga möguleika á að sigra leikinn og fá hæstu einkunn í áfanganum.
  ÍSLE2ED05 EÐA SAGA2FR05/SAGA2OL05
  Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
  • undirstöðuatriðum í tölvuleikjafræði
  • helstu kenningum í tölvuleikjafræði
  • mikilvægi gagnrýnnar hugsunar
  • hvernig tölvuleikir og leikir eru hannaðir
  • hvernig tölvuleikir geta nýst þeim á jákvæðan hátt í lífi og starfi
  Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
  • lesa fræðilegan texta um tölvuleiki
  • endursegja og skýra fræðilegan texta
  • beita gagnrýnni hugsun
  • meta eigin rök og annarra
  • tengja tölvuleiki við eigin reynslu og veruleika
  • að nota leiki til þess að bæta líf sitt og annarra
  Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
  • geta miðlað torskildum fróðleik á skýran hátt
  • geta beitt gagnrýnni hugsun á markvissan hátt á öllum sviðum lífsins
  • geta borið saman ólíkar skoðanir og rök til að komast að sameiginlegri niðurstöðu
  • geta tileinkað sér nýja þekkingu á markvissari hátt
  • skilja betur heiminn og samfélagið sem hann býr í
  • beita hugmyndum í tölvuleikjafræði til þess að leysa úr hversdagslegum vandamálum
  • að nýta sér tölvuleiki til að ná meiri árangri í lífi og starfi
  Leiðsagnarmat. Fjölbreytt verkefni metin jafnt og þétt yfir önnina. Áhersla á umsagnir sem leiða nemandann áfram. Engin skrifleg lokapróf.