Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1409587990.37

    Kvikmyndafræði
    KFRT2KF05
    2
    Kvikmyndafræði
    Kvikmyndafræði
    Samþykkt af skóla
    2
    5
    Áfanginn nær yfir rúmlega hundrað ára sögu kvikmyndalistarinnar. Valin tímabil kvikmyndasögunnar og aðferðir við greiningu kvikmynda eru skoðaðar og iðkaðar í áfanganum. Í áfanganum er sögulegur og listfræðilegur skilningur á kvikmyndum þróaður í gegnum skoðun á aðferðum og hefðum í kvikmyndagerð. Skoðað er hvernig þýðing í kvikmyndum er framkölluð með notkun kvikmyndatöku, klippingar, lýsingar, hljóðs og leiks. Áhrif tækniþróunar í kvikmyndaframleiðslu eru könnuð, og mikilvægi kvikmyndagreina og arfleið einstakra „höfunda“ í gegnum kvikmyndasöguna metin. Námsmat felst í áhorfi mikilvægra kvikmynda í kvikmyndasögunni, bíóferðum, lesefni og verkefnum þar sem kvikmyndamiðillinn sjálfur er nýttur til þess að kynnast möguleikum hans og áhrifum. Áhersla er lögð á sjálfstæða hugsun og vinnubrögð. Nemendur eru hvattir til að horfa með gagnrýnum augum á námsefnið jafnt sem eigin skoðanir og viðhorf. Áhersla er lögð á umræður í tímum, hópverkefni og samvinnu í verkefnum.
    Undanfari: ÍSLE2MR05
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • mikilvægum kvikmyndafræðilegum hugtökum
    • völdum þáttum í kvikmyndasögu
    • grunnaðferðum í greiningu kvikmynda
    • grunnhugtökum í gerð og framleiðslu kvikmynda
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • lesa kvikmyndafræðilegan texta
    • endursegja og skýra kvikmyndafræðilegan texta
    • semja verkefni í kvikmyndamiðlinum
    • gera stuttmyndir
    • klippa kvikmyndir
    • beita gagnrýnni hugsun
    • meta eigin rök og annarra
    • tjá sig og hlusta á aðra
    • tengja kvikmyndafræði við eigin reynslu og veruleika
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • geta miðlað skoðunum og fræðilegum athugunum á skýran hátt
    • geta samið kvikmyndaverk og innleitt eigin hugmyndir í kvikmyndamiðilinn
    • geta greint kvikmyndir á fræðilegan hátt
    • geta notað hugtök og aðferðir til að skilja og greint miðilinn betur
    • geta beitt gagnrýnni hugsun á markvissan hátt á öllum sviðum lífsins
    • geta borið saman ólíkar skoðanir og rök til að komast að sameiginlegri niðurstöðu
    • geta tileinkað sér nýja þekkingu á markvissari hátt
    • skilja betur heiminn og samfélagið sem hann býr í
    Leiðsagnarmat. Fjölbreytt verkefni metin jafnt og þétt yfir önnina. Áhersla á umsagnir sem leiða nemandann áfram. Engin skrifleg lokapróf.