Það kom upp villa senda inn  Áfangi

  Áfangi Nánari upplýsingar


  Búið til: 1409657444.87

  Þeir hæfustu lifa
  LÍFF3EÞ05
  8
  líffræði
  Erfðafræði og þróunarfræði
  Samþykkt af skóla
  3
  5
  Í þessum framhaldsáfanga er þeirri spurningu velt upp hvernig lífið á jörðinni hefur þróast. Þróunarkenning Darwins verður skoðuð og ýmsar nýjar hugmyndir í þróunarfræði krufðar. Einnig verður erfðafræðin tekin fyrir og skoðuð í samhengi við þróun. Stiklað verður á stóru í sögu erfðafræðinnar, frá fyrstu hugmyndum um erfðir, gegnum Mendel, til erfðatækni nútímans. Meðal efnistaka eru gen, litningar, frumuskipting, víkjandi, ríkjandi og kyntengdar erfðir, stökkbreytingar og bygging DNA og RNA.
  LÍFF2LM05 OG LÍFF2GD05 (LÍF2A05/LÍF2B05)
  Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
  • grunnatriðum þróunarkenningar Darwins
  • náttúruvali
  • grunnatriðum Mendelskrar erfðafræði
  • litningum og genum
  • stökkbreytingum
  • byggingu DNA
  • grundvallaratriðum í erfðatækni
  • tengslum erfða og þróunar
  Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
  • skilja hugtök í erfðafræði og þróunarfræði á íslensku og ensku
  • setja fram tilgátur um tilurð þróunarfræðilegra fyrirbæra
  • skoða ættartré til að rekja erfðir
  • meta erfðafræðilegar siðferðisspurningar á ábyrgan hátt
  • velja úr safni heimilda og nýta þær til að koma eigin texta til skila á skilmerkilegan máta.
  Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
  • meta erfðafræðilegar og þróunarfræðilegar upplýsingar á gagnrýninn hátt
  • taka þátt í upplýstri umræðu um erfðatækni
  • skiptast á skoðunum við aðra um lausnir og útskýra hugmyndir sínar og verk skilmerkilega í mæltu máli og myndrænt
  • dýpka skilning sinn á erfðafræði og þróun til gagns og ánægju
  Leiðsagnarmat. Fjölbreytt verkefni metin jafnt og þétt yfir önnina. Áhersla á umsagnir sem leiða nemandann áfram. Engin skrifleg lokapróf.