Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1409682556.68

    Myndbygging og litablöndun
    MYNL2ML03
    4
    myndlist
    litablöndun og teikning mannslíkamans, myndbygging
    Samþykkt af skóla
    2
    3
    Þetta er framhaldsáfangi í myndlist þar sem nemendur koma til með að vinna á kerfisbundinn hátt með málningu, krít og aðra liti á mismunandi pappír og á striga. Lögð er áhersla á að þjálfa enn betur formskilning nemenda og blöndunarþætti lita. Í lokin koma nemendur til með að vinna markvisst með fjölbreytta liti og litablöndun með það í huga að kanna möguleika sína á persónulegri tjáningu í málverki. Nemendur verða einnig þjálfaðir í að tjá athuganir sínar á þessu sviði og tilraunir sínar í beitingu lita og ræða þær sín á milli. Módel: Nemendur þjálfa notkun á tækni til mælinga og hæfileikann til að umbreyta þrívíðu formi í tvívíða teikningu. Þeir nota til þess sjónskilning og sjónminni. Stærðfræði mannslíkamans og fagurfræði hans verður túlkuð og þjálfuð. Teiknað verður eftir lifandi fyrirmynd og myndum. Nemendur nota misstór blöð, viðarkol, krít og blýant.
    MYNL2ET3
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • að beita litum á fjölbreyttan hátt á ýmiskonar efni
    • tóni, blæ og ljósmagni lita og hagnýta þekkingu við litablöndun
    • nýtingu litaskalans á áhrifaríkan hátt í einföldum myndum
    • þróun niðurstaðna úr skissuvinnuferli
    • greiningu áhrifa lita og litasamsetningar í mismunandi samhengi.
    • greiningu með vísan til táknfræði hvaða möguleg áhrif samsetning lita og forma getur haft
    • hlutfalli og spennu mannslíkamans
    • burðargetu og styrk beina- og vöðvabyggingar mannslíkamanns
    • verklegri færni við að teikna mannslíkamann.
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • blanda liti og ná fram mismunandi tónum
    • nýta sér hin ýmsu efni til myndlistar
    • leita sér heimilda og nýta sér þær
    • sýna persónulega afstöðu í vali myndefna, lita og úrvinnslu
    • ræða opinskátt um hugmyndir sínar og samnemenda sinna.
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • byggja upp myndverk
    • nýta reglur og form í eigin listsköpun
    • beita gagnrýninni og skapandi hugsun og sýnt áræðni og frumleika við lausnir vinnu sinnar
    • geta unnið á persónulegan hátt með eigin hugmyndir og útfært þær í myndverk með tilliti til lita-, formfræði og myndbyggingar
    • dýpka skilning sinn á listrænni vinnu.
    Leiðsagnarmat. Fjölbreytt verkefni metin jafnt og þétt yfir önnina. Áhersla á umsagnir sem leiða nemandann áfram. Engin skrifleg lokapróf.