Það kom upp villa senda inn  Áfangi

  Áfangi Nánari upplýsingar


  Búið til: 1409683599.74

  Stjörnufræði
  NÁTT2ST05
  4
  náttúrufræði
  Stjörnufræði
  Samþykkt af skóla
  2
  5
  Í áfanganum kynnast nemendur stjörnufræði og fá í gegnum hana innsýn í hvernig fleiri greinar náttúruvísinda tengjast saman, eins og eðlisfræði, efnafræði, jarðfræði, heimsfræði og jafnvel líffræði að ákveðnu marki. Þá er lögð áhersla á að nemendur kynnist sögu náttúruvísinda og geti nefnt og sagt frá helstu fræðimönnum sviðsins og uppgötvunum þeirra.
  STÆR2FF05 (STÆ2A05)
  Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
  • tilurð og tilgangi stjörnumerkja ,
  • helstu fyrirbærum í sólkerfinu okkar,
  • lífi og dauða sólstjörnu,
  • helstu uppgötvunum stjörnufræðinnar,
  • stærð alheimsins.
  Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
  • að afla sér upplýsinga um stjörnufræði og stjörnuskoðun
  • umræðum um stjarnfræðileg fyrirbæri,
  • að nota stjarnfræðilegar mælieinginar,
  • lestri og túlkun H-R línuritsins.
  Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
  • gera grein fyrir stærðum og fjarlægðum stjarnfræðilegra hluta,
  • átta sig á árstíð, tíma dags eða kvartílaskiptingu tungls út frá afstöðu jarðar, sólar og tungls,
  • finna ákveðin fyrirbæri himinhvolfsins út frá stjörnumerkjum,
  • lýsa æviskeiði sólstjörnu með tilvísunum í H-S línurit,
  • lýsa aðferðum sem er beitt til stjarnfræðilegra uppgötvana.
  Leiðsagnarmat. Fjölbreytt verkefni metin jafnt og þétt yfir önnina. Áhersla á umsagnir sem leiða nemandann áfram. Engin skrifleg lokapróf.