Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1409741114.23

    Þróun lífs
    LÍFF2GD05
    12
    líffræði
    Grunnáfangi í dýrafræði, plöntufræði
    Samþykkt af skóla
    2
    5
    Í þessum áfanga verður stiklað á stóru í þróun lífs á jörðinni. Skoðaðar verða helstu fylkingar lífvera, einkenni þeirra og skyldleiki. Flokkunarkerfi lífvera er skoðað og nemendur kynnast helstu hugtökum í líffræði. Nemendur vinna í sameiningu tölvugert kort sem sýnir þróun og tengsl lífvera á jörðinni í 3500 miljón ár. Lokaverkefni áfangans verður nákvæm skoðun hvers nemenda eða hóps á ákveðinni tegund lífvera. Lokaafurðin er svo sett í sameiginlegt lokaverkefni áfangans.
    NÁTT2GR05 (NÁT2A05)
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • hugtökum sem tengjast líffræði og þróunarfræði
    • skilyrðum sem stuðluðu að upphafi lífs á jörðinni
    • flokkunarkerfum lífvera á jörðinni
    • einkennum helstu fylkinga lífvera með áherslu á plöntur og dýr
    • grunngerðum æxlunar
    • drifkrafti þróunar við framrás lífs og fjölbreytileika þess
    • skyldleika tegunda og aðferðum við að meta hann
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • lesa líffræðilegar upplýsingar úr máli og myndum
    • vinna sjálfstætt að líffræðilegum verkefnum
    • vinna með líffræðileg hugtök á íslensku og ensku
    • velja úr safni heimilda og nýta þær til að koma eigin texta til skila á skilmerkilegan hátt
    • lesa í og ræða sambönd og tengsl viðfangsefna innan greinarinnar
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • sýna sjálfstæði við að miðla niðurstöðum úr verkefnum
    • geta tengt saman efnisþætti við úrslausn viðfangsefna
    • greina, hagnýta og meta upplýsingar í töluðu eða rituðu máli, myndrænt eða í töflum
    • nýta hópavinnu til að leysa flóknari viðfangsefni
    • sýna sjálfstæði í vinnubrögðum
    • skiptast á skoðunum við aðra um lausnir og útskýra hugmyndir sínar og verk skilmerkilega í mæltu máli og myndrænt
    Leiðsagnarmat. Fjölbreytt verkefni metin jafnt og þétt yfir önnina. Áhersla á umsagnir sem leiða nemandann áfram. Engin skrifleg lokapróf.