Það kom upp villa senda inn  Áfangi

  Áfangi Nánari upplýsingar


  Búið til: 1410286497.09

  Heimilisfræði með áherslu á veisluhöld
  HEFR1VH05
  7
  Heimilisfræði
  Veisluhöld
  Samþykkt af skóla
  1
  5
  Ný menntastefna er höfð til grundvallar og grunnþættir menntunar eru hafðir að leiðarljósi. Sérstök áhersla verður á veisluhöld og verklagi sem tengist því að undirbúa og halda veislur. Notast verður við fjölbreyttar uppskriftir og áhersla verður á mikilvægi hreinlætis við heimilisstörf.
  Engar
  Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
  • Að skipuleggja þarf afmæli og annars konar veislur með góðum fyrirvara
  • Að áætla þarf magn veitinga út frá fjölda gesta
  • Helstu áhöldum og tækjum í eldhúsi
  • Að hægt er að leita leiða á fjölbreyttan hátt
  • Mikilvægi hreinlætis við heimilisstörf
  Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
  • Útbúa innkaupalista miðað við fjölda gesta
  • Fara eftir uppskriftum
  • Taka til viðeigandi hráefni í réttum skammtastærðum
  • Viðhafi viðeigandi hreinlæti
  • Nota viðeigandi öryggisbúnað
  • Leggja á veisluborð fyrir réttan fjölda og mismunandi tilefni
  Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
  • Skipuleggja og halda veislu
  • Lesa mismunandi uppskriftir og vinna eftir þeim
  • Ganga frá í eldhúsi
  • Fara eftir almennum hreinlætiskröfum
  • Fara eftir almennum öryggisatriðum
  Námsmatið er einstaklingsmiðað, s.s. leiðsagnarmat, jafningjamat, verkefnaskil, virkni í kennslustundum, mæting, sjálfsmat, ástundun og próf. Regluleg endurgjöf er frá kennara á vinnuframlag nemenda og verkefnaskil.