Ný menntastefna er höfð til grundvallar og grunnþættir menntunar eru hafðir að leiðarljósi. Áhersla verður á efla verklag nemenda í ýmsum verkefnum sem þeir hafa áhuga á að vinna. Áfanginn er hugsaður sem undirbúningsáfangi fyrir þátttöku úti á vinnumarkaðinum eða til að mæta áhuga og hæfni nemenda í skapandi vinnubrögðum.
Engar
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
Mikilvægi skipulags þegar verkefni eru unnin
Að þjálfun og undirbúningur er mikilvægur áður en farið er út á vettvang
Sköpun er ferli sem leiðir mann oft á framandi staði
Að hægt er að leita leiða á fjölbreyttan hátt
Að hægt er að nálgast viðfangsefnið á skapandi hátt
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
Beita mismunandi verklagi
Vinna eftir skipulagi
Láta hæfileika sína njóta sín
Átta sig á atvinnuskapandi tækifærum í nærumhverfinu
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
Vinna verkefni sjálfstætt eða eftir fyrirmælum
Hafa trú á eigin færni og sjálfstraust til þess að takast á við ný verkefni
Námsmatið er einstaklingsmiðað, s.s. leiðsagnarmat, jafningjamat, verkefnaskil, virkni í kennslustundum, mæting, sjálfsmat, ástundun og lokapróf. Regluleg endurgjöf er frá kennara á vinnuframlag nemenda og verkefnaskil.