Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1410297086.88

    Lífsleikni með áherslu á sköpun í víðu samhengi
    LÍFS1SK05
    24
    lífsleikni
    Sköpun
    Samþykkt af skóla
    1
    5
    Ný menntastefna er höfð til grundvallar og grunnþættir menntunar eru hafðir að leiðarljósi. Umræður eru grundvallarþáttur í kennslunni þar sem sköpun er höfð að leiðarljósi í þeim tilgangi að brjóta upp hefðbundið mynstur í kennslu. Áhersla er á uppgötvun, gagnrýna hugsun, umræður og ígrundun ásamt hefðbundnum kennsluaðferðum. Einnig eru fjölmörg verkefni unnin, bæði bókleg og verkleg. Unnið verður með samskipti í mismunandi formi og nemendur æfa sig í að túlka samskipti kynjanna. Í umræðum, einstaklings-, hóp- og paravinnu takast nemendur á við spurningar og verkefni sem eru til þess fallin að efla almennan þroska og persónulegt sjálfstæði.Til þess þurfa þeir að vinna með sjálf sig, bera virðingu fyrir sjálfum sér og öðrum.
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • Að sköpun er ferli sem byggist á ímyndunaraflinu
    • Eigin sjálfsvitund og trú á sjálfum sér
    • Eigin tilfinningum eins og gleði, sorg og reiði
    • Samskiptareglum í skóla, vinnu og tómstundum
    • Að hægt er að leita leiða á fjölbreyttan hátt
    • Að það eru ekki alltaf allir sammála og það er allt í lagi
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • Bera virðingu fyrir sjálfum sér og öðrum
    • Bera ábyrgð á eigin hegðun
    • Setja sér raunhæf markmið og þekkja leiðir að þeim
    • Setja sig í spor annarra
    • Leita mismunandi leiða í vinnuferlinu
    • Að gagnrýna á uppbyggilegan hátt
    • Að koma skoðunum sínum á framfæri
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • Taka þátt í lýðræðissamfélagi
    • Nýta styrkleika sína sem best
    • Hlusta á sjónarmið annarra af víðsýni
    • Lesa í og/eða nýta sér mismunandi upplýsingar úr umhverfinu
    • Mynda sér sjálfstæðar skoðanir og tjá þær
    Námsmatið er einstaklingsmiðað, s.s. leiðsagnarmat, jafningjamat, verkefnaskil, virkni í kennslustundum, mæting, sjálfsmat og ástundun. Regluleg endurgjöf er frá kennara á vinnuframlag nemenda og verkefnaskil.