Það kom upp villa senda inn  Áfangi

  Áfangi Nánari upplýsingar


  Búið til: 1410370313.51

  Lífsleikni með áherslu á fjölmiðla
  LÍFS1FJ05
  14
  lífsleikni
  Fjölmiðlar
  Samþykkt af skóla
  1
  5
  Ný menntastefna er höfð til grundvallar og grunnþættir menntunar eru hafðir að leiðarljósi. Mismunandi fjölmiðlar verða skoðaðir fjölbreytt. Skoðað verður á gagnrýnan hátt hvernig samskiptatæki fjölmiðlar eru og áhersla verður á að gera nemendur meðvitaða um mikilvægi, gildi og siðfræði og þær hættur sem tengjast fjölmiðlum nútímans.
  Engar
  Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
  • Helstu tegundum fjölmiðla
  • Hugtakinu tjáningarfrelsi
  • Gildi fjölmiðla í lýðræðissamfélagi
  • Hættum sem tengjast fjölmiðlum nútímans
  Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
  • Nálgast mismunandi fjölmiðla óháð miðlunarformi
  • Draga aðalatriði út mismunandi fréttatilkynningum
  • Endursegja eða endurflytja afmarkað efni
  • Nýta sér fjölmiðla sér til gagns og/eða gleði
  • Taka þátt í umræðum og tjá eigin skoðanir
  Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
  • Vera meðvitaður um styrkleika, veikleika og hættur fjölmiðla
  • Tjá sig um ýmis málefni sem fram koma í fjölmiðlum
  • Nýta sér upplýsingar frá fjölmiðlum á gagnrýnan hátt
  • Aðgreina auglýsingar frá öðru sem kemur fram í fjölmiðlum
  Námsmatið er einstaklingsmiðað, s.s. leiðsagnarmat, jafningjamat, verkefnaskil, virkni í kennslustundum, mæting, sjálfsmat, ástundun og próf. Regluleg endurgjöf er frá kennara á vinnuframlag nemenda og verkefnaskil.