Ný menntastefna er höfð til grundvallar og grunnþættir menntunar eru hafðir að leiðarljósi. Unnið verður með alla þætti íslenskunnar þar sem sköpun er höfð að leiðarljósi í þeim tilgangi að brjóta upp hefðbundið mynstur í íslenskukennslu með áherslu á uppgötvun, gagnrýna hugsun, umræður og ígrundun ásamt hefðbundnum kennsluaðferðum. Notast verður við aldursmiðaðar bókmenntir, sjálfshjálparbækur og unnið með hugtök, málfræði, íslenska tónlist, lesskilning og fjölbreytt verkefni.
Engar
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
Hugtakinu sköpun í víðu samhengi
Að sköpun er ferli sem byggist á ímyndunaraflinu
Að vinnuferlið er ekki síður mikilvægt en afraksturinn
Að hægt er að leita leiða á fjölbreyttan hátt
Að það eru ekki alltaf allir sammála og það er allt í lagi
Að sjónarhorn allra er jafnt mikilvægt
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
Leita mismunandi leiða í vinnuferlinu
Að hægt er að nálgast viðfangsefni á mismunandi hátt
Að beita mismunandi aðferðum til að túlka
Að gagnrýna á uppbyggilegan hátt
Að koma skoðunum sínum á framfæri
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
Nýta sér fjölbreytta nálgun í daglegu lífi
Leita nýrra leiða og mynda sér sjálfstæðar skoðanir
Hlustað á sjónarmið annarra af víðsýni
Lesa í og/eða nýta sér mismunandi upplýsingar
Leggja mat á árangur sinn og möguleika sína
Tjá eigin skoðanir
Námsmatið er einstaklingsmiðað, s.s. leiðsagnarmat, jafningjamat, verkefnaskil, virkni í kennslustundum, mæting, sjálfsmat, ástundun og lokapróf. Regluleg endurgjöf er frá kennara á vinnuframlag nemenda og verkefnaskil.